fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

Louis van Gaal: „Þetta er búið“

Bendir flest til þess að José Mourinho verði ráðinn í næstu viku

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 22. maí 2016 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nei, nei, nei. Þetta er búið,“ var það eina sem Louis van Gaal sagði við fréttamann Sky Sports fyrir utan hótelið sem Manchester United-liðið dvaldi á í nótt eftir sigurinn í ensku bikarkeppninni í gær.

Strax eftir leik greindi breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að United hefði náð samkomulagi við José Mourinho um að taka við stjórn United-liðsins af Hollendingnum. Í frétt BBC kom fram að tilkynning væri væntanleg í vikunni.

Van Gaal vildi hins vegar ekki tjá sig um þetta þegar fréttamaður Sky Sports spurði hann um stöðu hans hjá félaginu. „Þetta er búið,“ sagði van Gaal og mætti túlka orð hans á þann veg að hann hafi stýrt United-liðinu í síðasta sinn.

Í frétt Sky Sports í morgun var greint frá því að samkomulag milli Mourinho og United væri ekki í höfn. Jorge Mendez, umboðsmaður Mourinho, er hins vegar sagður væntanlegur til Englands á þriðjudag þar sem viðræður munu fara fram og samningur hugsanlega undirritaður í kjölfarið.

Louis van Gaal skrifaði undir þriggja ára samning við United eftir HM í Brasilíu 2014 og stóð aldrei til að hann yrði lengur þjálfari liðsins en til ársins 2017. United hefur fjárfest í nýjum leikmönnum fyrir 250 milljónir punda síðan van Gaal tók við, en þrátt fyrir það hefur árangurinn látið á sér standa.

United-liðið endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á dögunum og tekur liðið ekki þátt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. United vann þó sinn fyrsta stóra bikar í gær síðan Sir Alex Ferguson hætti með liðið vorið 2013.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Í gær

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche
433Sport
Í gær

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það