fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Sport

Hákon Daði var lagður í einelti í Eyjum: Brotnaði niður þegar hann sagði frá

Hákon Daði Styrmisson skoraði 10 mörk í oddaleiknum gegn Aftureldingu – Varð fyrir einelti í Vestmannaeyjum og fór frá ÍBV í janúar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2016 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hafði það alls ekki gott í Vestmannaeyjum. Ég var mikið einn og þetta var erfitt,“ segir Hákon Daði Styrmisson, 18 ára gamall leikmaður Hauka í Olís-deild karla í handbolta. Hákon gekk í raðir Hauka í janúar síðastliðnum frá ÍBV í kjölfar eineltis sem hann varð fyrir í Eyjum.

Hákon er einn allra efnilegasti handboltamaður landsins, en hann skoraði tíu mörk í oddaleiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrrakvöld og var að öðrum ólöstuðum maðurinn á bak við sigur Hauka.

Hákon Daði lýsir reynslu sinni í Fréttablaðinu í dag. Þar kemur fram að Hákon hafi flutt til Vestammaneyja tólf ára en ákveðið að róa á önnur mið. Ástæðan fyrir því var sú að hann fór að hugsa um sjálfan sig og fór að hugsa um sinn feril í handboltanum.

Að því er fram kemur í viðtalinu í Fréttablaðinu fólst eineltið í útilokun. Fjallað var um málið í fjölmiðlum og fjallaði DV til að mynda um málið í janúar.

„Þegar ég segi Arnari frá þessu brýst allt út og ég brotna niður“

Tekið er fram að eldri leikmenn ÍBV hafi ekki tekið þátt í eineltinu heldur hafi það átt sér stað hjá jafnöldrum Hákonar. Þá hafi hann fengið stuðning Arnari Péturssyni, þjálfara meistaraflokks karla, sem tók sér tímabundið leyfi frá störfum meðan málið var skoðað.

„Ég fer til Adda þjálfara og segi honum frá þessu því ég vildi fara. Eins leiðinlegt og honum fannst þetta þá skildi hann mig alveg og stóð þétt við bakið á mér. Fyrst þegar við töluðum saman sagði ég honum ekkert ástæðuna. Þarna vissi enginn hvað var í gangi. Mamma og pabbi vissu það ekki einu sinni. Þegar ég segi Arnari frá þessu brýst allt út og ég brotna niður,“ segir Hákon í viðtalinu sem má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmenn Arsenal í rusli

Leikmenn Arsenal í rusli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu

Sárnaði að vera sökuð um að vera drusla í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga

United vill selja en hingað til hefur ekkert félag sýnt áhuga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann

Arsenal fær óvæntar 350 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist

Sancho klár í að snúa aftur til United ef þetta gerist
433Sport
Í gær

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“

Rúnari hrósað í hástert – „Hefur heillað mann“