fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Sport

Flestir í fantaformi

Eiður Smári fer í myndatöku í dag – Þrjá landsliðsmenn skortir leikform

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er meiddur í nára og fer í myndatöku á morgun,“ segir landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen í samtali við DV. Eiður Smári fór meiddur af leikvelli, eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fyrri hálfleik í leik Molde og Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni um helgina.

Eftir þrjá sigurleiki í röð, þar sem Eiður Smári fór á köflum á kostum, fékk liðið harðan skell gegn Sarpsborg. Eftir 25 mínútur, þegar staðan var 2-0, meiddist Mushaga Bakenga, framherji Molde, og Eiður Smári kom inn á í hans stað. Í stöðunni 3-0, á 67. mínútu, meiddist Eiður Smári í nára. „Ég er að vona að þetta sé bara smávægileg tognun og að ég verði klár um helgina eða þar næstu helgi. En maður veit aldrei fyrr en búið er að mynda þetta.“

Eiður Smári er sem eini leikmaðurinn sem lék mikið í undankeppni EM, sem glímir við meiðsli. Þrír lykilmenn eru þó í þeirri stöðu að vera ekki byrjunarliðsmenn í sínum liðum; Kolbeinn Sigþórsson, Emil Hallfreðsson og Aron Einar Gunnarsson. Aðrir landsliðsmenn í lykilhlutverkum eru í toppformi.

Staða nokkurra lykilmanna:

Hannes Halldórsson: Svo virðist sem Hannes sé að nálgast sitt besta leikform. Hann hefur aldrei litið betur út – samkvæmt nýlegri mynd á samfélagsmiðlum – og spilar nú í hverri viku í norsku deildinni. Afar ánægjuleg tíðindi fyrir íslenska stuðningsmenn.

Birkir Már Sævarsson: Byrjunarliðsmaður í Hammarby í Svíþjóð. Bakvörðurinn skilar alltaf sínu og er að byrja sitt áttunda tímabil sem atvinnumaður í Noregi/Svíþjóð. Virðist koma vel undan vetri.

Ari Freyr Guðmundsson: Ari Freyr er á góðu róli með AB í Danmörku. Hann hefur spilað fjóra leiki frá síðasta landsleikjahléi og virðist vera í toppformi.

Ragnar Sigurðsson: Miðvörðurinn er lykilmaður í einu besta liði Rússlands, Krasnodar, og spilar þar í hverri einustu viku – oft við mjög sterka andstæðinga. Hann verður eins og klettur á EM, ef fer sem horfir.

Kári Árnason: Hann er fastamaður í einu besta liðinu á Norðurlöndum, Malmö, en deildin í Svíþjóð er nýlega byrjuð. EM kemur á frábærum tíma fyrir Kára.

Aron Einar Gunnarsson: Hefur ekki verið fastamaður í liði Cardiff í ensku b-deildinni. Hann hefur einu sinni verið í byrjunarliði í þeim fjórum leikjum sem spilaðir hafa verið frá síðasta landsleikjahléi, en í öllum hinum hefur hann komið inn á seint í síðari hálfleik. Hann gæti skort leikform á EM.

Emil Hallfreðsson: Eftir langa dvöl hjá Hellas Verona færði hann sig yfir til Udinese í vetur. Hann hefur ekki verið í byrjunarliðinu í undanförnum leikjum og gæti skort leikform á EM. Liðinu hans hefur gengið illa.

Gylfi Sigurðsson: Hefur verið algjörlega frábær eftir áramót hjá Swansea. Hann fann sig ekki fyrir áramót en svo fremi sem hann meiðist ekki í síðustu leikjunum á Englandi, fáum við Gylfa eins og hann gerist bestur á EM.

Birkir Bjarnason: Birkir er fastamaður í öflugu liði Basel í Sviss og reglulega á skotskónum. Birkir verður, ef að líkum lætur, upp á sitt besta á EM.

Jóhann Berg Guðmundsson: Fastamaður í liði Charlton sem er fallið úr Championship-deildinni. Jóhann hefur skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum en líklegt er að hann skipti um félag í sumar. EM verður frábær gluggi til þess.

Eiður Smári Guðjohnsen: Eiður hefur verið í fantaformi í Noregi en meiddist í nára um helgina. Myndataka í dag, þriðjudag, leiðir væntanlega alvarleika meiðslanna í ljós.

Jón Daði Böðvarsson: Framherjinn tók áhættu þegar hann skipti um félag í síðasta félagaskiptaglugga. Hann hefur spilað sig inn í byrjunarlið Kaiserslautern. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Jóni Daða fyrir EM.

Alfreð Finnbogason: Skorar eins og enginn sé morgundagurinn í einni sterkustu deildarkeppni í heimi. Alfreð er í toppformi – kannski aldrei betri – og það verður erfitt að horfa fram hjá honum þegar byrjunarliðið í fyrsta leik verður valið.

Kolbeinn Sigþórsson: Hann hefur misst sæti sitt í liði Nantes og virðist vera í kuldanum hjá þjálfaranum. Hann hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum félagsins auk þess sem afar illa hefur gengið að skora í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu

Ótrúleg myndbönd birtast – Stútuðu knæpu eftir gleðitíðindin og einn girti niðrum sig í miðri ræðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu

Dóttir stjórans kemst í fréttirnar – Skiptir um kærasta en valdi samherja hans í landsliðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Í gær

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Í gær

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“