fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Sport

20 frábærir leikmenn sem kosta ekki krónu

Verða samningslausir í sumar

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 24. apríl 2016 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer senn að líða að lokum deildakeppna í stærstu deildum Evrópu og við tekur Evrópumótið í knattspyrnu og slúðurfréttir um vistaskipti leikmanna. Fjölmargir frábærir fótboltamenn verða með lausa samninga í sumar og ljóst að félög muni keppast um þessa leikmenn sem kosta ekki krónu. Launakostnaðurinn gæti þó orðið umtalsverður. DV tók saman nokkra leikmenn sem verða samningslausir í sumar, en ljóst er að barist verður um þá þegar þar að kemur í sumar. Upplýsingarnar eru fengnar af vefnum Transfermarkt.com.


Mynd: Reuters

Zlatan Ibrahimovic

Félag: Paris Saint-Germain
Aldur: 34 ára
Staða: Framherji

Zlatan er vitanlega þekktasta nafnið á þessum lista. Þó að þessi frábæri sænski framherji verði 35 ára á þessu ári hefur hann aldrei spilað betur á sínum ferli. Það eru engar ýkur heldur bláköld staðreynd. Framherjar eru yfirleitt dæmdir á mörkunum sem þeir skora og á þessari leiktíð hefur Zlatan skorað 42 mörk í 45 leikjum með frönsku meisturunum. Hann hefur aldrei skorað meira á einu tímabili á sínum ferli. Fjölmörg félög eru sögð hafa áhuga á leikmanninum, til að mynda Manchester United.


Sofiane Feghouli

Félag: Valencia
Aldur: 26 ára
Staða Hægri kantmaður

Þessi 26 ára Alsíringur hefur verið á mála hjá Valencia síðan árið 2010 og vakið athygli fyrir góða spilamennsku. Hann hefur þó ekki verið fastamaður í liði Valencia á þessari leiktíð, enda lenti hann upp á kant við stjóra Valencia fyrir skemmstu. Talið er nær öruggt að hann fari frá Valencia í sumar og eru félög á Englandi orðuð við kappann sem er einn besti leikmaður alsírska landsliðsins.


Mynd: Mynd Reuters

Hatem Ben Arfa

Félag: Nice
Aldur: 29 ára
Staða: Vængmaður

Margir muna eftir Hatem Ben Arfa sem lék um fjögurra ára skeið með Newcastle á Englandi. Það dylst engum sem fylgst hefur með fótbolta að þarna fer afar hæfileikaríkur knattspyrnumaður en stundum hafa vandræði utan vallar sett strik í reikninginn. Fyrir þessa leiktíð samdi hann til eins árs við franska liðið Nice og er óhætt að segja að Ben Arfa hafi spilað vel í frönsku deildinni í vetur. Hann hefur skorað 16 mörk í 29 deildarleikjum sem er frábær árangur, hvernig sem á það er litið. Það er aldrei að vita nema þessi skemmtilegi Frakki verði aftur kominn í ensku deildina í haust.


Gregory van der Wiel

Félag: Paris Saint-Germain
Aldur: 28 ára
Staða: Hægri bakvörður

Gregory van Der Wiel verður samningslaus í sumar en þessi öflugi hollenski bakvörður hefur ekki átt fast sæti í liði Paris Saint-Germain á tímabilinu. Talið er að hann muni róa á önnur mið í sumar og fari svo að hann yfirgefi frönsku meistaranna er ljóst að mörg félög munu hugsa sér gott til glóðarinnar. Van der Wiel hefur verið í herbúðum PSG frá árinu 2012 og á 45 landsleiki að baki fyrir Holland.


Mynd: Myndir Reuters

David Villa

Félag: New York City
Aldur: 34 ára
Staða: Framherji

Já, David Villa er enn að og hann veit enn hvar markið er. Eftir að hafa verið eitt tímabil í herbúðum Atletico Madrid fór Villa til Bandaríkjanna árið 2014 þar sem hann gekk í raðir New York City. Þar hefur Villa verið iðinn upp við mark andstæðinganna og skorað nánast í hverjum leik. Samningur hans rennur út í sumar. Ólíklegt verður að teljast að Villa fari aftur í átökin á meginlandi Evrópu þó ekki skuli útiloka það.


Fleiri samningslausir leikmenn

Mehmet Topal
Félag: Fenerbache

Steve Mandanda
Félag: Marseille

Nicolas N‘Koulou
Félag: Marseille

Miguel Veloso
Félag: Dynamo Kiev

Ricardo Álvarez
Félag: Sampdoria

Roman Neustadter
Félag: Schalke

Martin Caceres
Félag: Juventus

Tom Huddlestone
Félag: Hull

Riccardo Montolivo
Félag: AC Milan

Ron Vlaar
Félag: AZ Alkmaar

Daniel Agger
Félag: Bröndby

Michael Carrick
Félag: Manchester United

Christopher Samba
Félag: Dinamo Moskva

Mathieu Flamini
Félag: Arsenal

Junior Hoilett
Félag: QPR

Leandro Damiao
Félag: Real Betis

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Í gær

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Í gær

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“