fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

Bjarni hjólar í konur íslenskra fótboltamanna: „Þær hafa ekki kjarkinn“

Erfitt að fá leikmenn til að ganga til liðs við félög á landsbyggðinni

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. apríl 2016 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta, segir að erfitt geti verið fyrir félög á landsbyggðinni að fá liðsstyrk. Ástæðuna rekur hann meðal annars til þess að kærustur leikmanna stoppi þá af. Pepsi-deildin rúllar af stað eftir rúma viku og undirbýr Bjarni nú lið sitt af kappi.

Bjarni segir frá þessu í viðtali á Fótbolti.net.

Í viðtalinu segir Bjarni að það sé fylgifiskur þess að stýra liði á landsbyggðinni að erfitt geti reynst að fá leikmenn til að flytja út á land. Bjarni þekkir þetta af eigin raun, en áður en hann tók við ÍBV stýrði hann liði KA á Akureyri. Þegar Bjarni er spurður hvað það er sem helst stendur í vegi fyrir því að menn komi til Vestmannaeyja, segir hann:

„Það er fyrst og fremst samgönguvesenið. Annað, sem er ekki í Eyjum, en á mörgum öðrum stöðum úti á landi, er vesen fyrir þessa stráka að fá atvinnu fyrir sumarið,“ segir hann og bætir við:

„Það er líka einn þáttur í þessu sem er svolítið skemmtilega vondur. Það getur verið mjög slæmt að ræða við leikmann sem á kærustu. Oft eru það þær sem stoppa þetta algjörlega af. Þær hafa ekki kjarkinn og þær eru farnar að ráða alltof miklu þessar konur,“ sagði Bjarni og hló í viðtalinu.

Bjarni undirbýr lið sitt nú fyrir átökin í Pepsi-deildinni, en keppni hefst eftir rúma viku sem fyrr segir, eða þann 1. maí. Fótbolti.net spáir ÍBV 8. sætinu. Í viðtalinu segir Bjarni að hann eigi erfitt með að skilja hvers vegna leikmenn taki ekki skrefið og fari til félaga á landsbyggðinni.

„Ég var áður á Akureyri í þrjú ár og þetta er mikill bardagi. Menn eru ekki til í að koma og taka skrefið. Það er skrýtið af því að í gegnum árin hafa menn blómstrað í Eyjum og farið síðan erlendis og klúbba uppi á landi. Ef menn hafa kjark og trú á sjálfum sér þá er þetta fínn staður til að fá sénsinn,“ segir Bjarni en viðtalið á Fótbolti.net má sjá í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi

Leikmaður Arsenal ákærður – Varðhundur hans á að hafa bitið nuddarann í háls og hendi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?

Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Mo Salah í sumar?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls