fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

Tiger þénar vel og lifir hátt

Svona græðir og eyðir kylfingurinn auðæfum sínum –

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. mars 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylfingurinn Tiger Woods má muna sinn fífil fegurri á golfvellinum. Það eru ár og dagar síðan hann einokaði golfíþróttina og var sá langbesti í sínu fagi. Tiger virðist aldrei hafa náð sér almennilega á strik eftir að hneykslismál skóku einkalíf hans og tilveru árið 2009, sem lyktaði með því að hann skildi við eiginkonu sína Elin Nordegren. Meiðsli hafa einnig leikið kappann grátt á undanförnum árum og er alls óvíst hvenær hann snýr aftur eftir aðgerð á baki sem hann fór í á síðasta ári. En Tiger er þó ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega og var enn 9. tekjuhæsti íþróttamaður heims samkvæmt nýjasta tekjulista tímaritsins Forbes, með árstekjur upp á rúmar 50 milljónir dala, eða 6,4 milljarða króna.

Vefsíða Business Insider tók til gamans saman lista yfir það hvernig Tiger, sem stendur nú á fertugu, þénar og eyðir auðæfum sínum og hefur gert á umliðnum árum.


Þénað 173 milljarða á ferlinum

Mynd: Epa

Tiger Woods var um árabil draumaskjólstæðingur stórfyrirtækja sem reiðubúin voru til að greiða honum stórfé fyrir auglýsingasamninga. Heildartekjur Tigers á ferlinum, frá því hann gerðist atvinnumaður árið 1996, nema rúmlega 1,35 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 173 milljörðum íslenskra króna. Eins og hjá öðrum stórstjörnum kemur minnstur hluti tekna hans frá íþróttinni sem hann stundar. Af þeim 50,6 milljónum dala sem hann hafði í tekjur árið 2015 þá voru 50 milljónir dala frá styrktaraðilum á borð við Nike, Rolex og Upper Deck. Ekki slæmt fyrir kylfing sem vart hefur unnið mót í þrjú ár.


14 milljarðar í verðlaunafé

Af heildartekjum Tigers í gegnum tíðina þá virðist það vinningsfé sem hann hefur hlotið fyrir að vinna á annað hundrað atvinnumannamót, þar af 14 risamót, aðeins dropi í hafið í samanburði. Tiger hefur þó tekið heim 110 milljónir dala frá golfvellinum á ferlinum, eða sem nemur 14 milljörðum króna og myndu flestir sætta sig við þá innkomu.


Nike er tekjulind Tigers

Árið 2013 var greint frá því að Nike hefði endurnýjað langtímasamning sinn við Tiger og er hann sagður metinn á um 200 milljónir dala, eða 25 milljarða króna. Nike hefur í gegnum tíðina verið ein helsta tekjulind Tigers og samstarf þeirra reynst ábatasamt fyrir báða aðila frá upphafi.


Ótryggð Tigers reyndist honum dýrkeypt.
Tiger og Elin Ótryggð Tigers reyndist honum dýrkeypt.

Mynd: Epa

Dýrkeypt lauslæti

Mynd: Epa

Það dró til tíðinda þegar Tiger klessukeyrði bifreið sína við heimili sitt í nóvember 2009, að því er talið er eftir heiftarlegt rifrildi við eiginkonu sína. Næstu vikur og mánuði kom ýmislegt misjafnt upp á yfirborðið og afhjúpaði að stórstjarnan hefði lifað tvöföldu lífi um árabil. Og átt margar hjákonur.

Tugir kvenna stigu fram í fjölmiðlum og lýstu því yfir að hafa átt í ástarsambandi við Tiger. Fullkomið orðspor hans beið verulega hnekki, styrktaraðilar létu sig hverfa sem og eiginkona hans, Elin Nordegren. Skilnaður þeirra árið 2010 er sagður hafa kostað Tiger 110 milljónir dala, eða sem nemur öllu því vinningsfé sem hann hefur sankað að sér á ferlinum.


Milljarðasnekkja

Árið 2004 ákvað Tiger að gera vel við sig og keypti sér lúxussnekkjuna Privacy á 20 milljónir dala, eða 2,5 milljarða króna. Þar er allt til alls, meðal annars átta manna nuddpottur og líkamsræktarsalur – svo aðeins fátt eitt sé nefnt.


Stórhýsi á Flórída

Árið 2006 keyptu Tiger og Elin sér fokdýra landareign á Jupiter Island á Flórída og byggðu sér lúxusstórhýsi frá grunni fyrir um 55 milljónir dala, eða 7 milljarða króna. Á landareigninni er meðal annars að finna golfvöll og einkabryggju þar sem Tiger getur fengið sér rúnt á snekkjunni sinni. Eftir skilnað þeirra hjóna hefur Tiger búið í húsinu.


Vill nota eigin húsgögn

Þegar Tiger Woods tekur þátt í golfmótum þá leigir hann gjarnan hús meðan á þeim stendur. Tiger vill hins vegar hafa kunnuglega hluti í kringum sig og skiptir því út öllum húsgögnunum í þeim fyrir sín eigin.


Einkaþotan

Auðkýfingar eins og Tiger ferðast ekki með hefðbundnu áætlunarflugi og dugar því ekkert minna en glæsileg Gulfstream G550 einkaþota fyrir allt hans snatt milli staða og heimshluta. Þessi einkaþota hans er metin á 65 milljónir dala, eða 8,3 milljarða króna.


Gefur til góðgerðamála

Mynd: EPA

Tiger lætur líka gott af sér leiða. Árið 2011 lagði hann 11 milljónir dala, eða 1,4 milljarða króna, í góðgerðasjóð sinn, Tiger Woods Foundation. Sjóðinn stofnaði hann árið 1996 ásamt föður sínum Earl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta
433Sport
Í gær

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar

Norski áhrifavaldurinn nú komin með athyglisverðan titil – Sjáðu nýjustu myndir hennar