fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Aldrei hafa fleiri skráð sig svona snemma líkt og í ár

Skráning í KIA Gullhringinn gengur vonum framar

Ritstjórn DV
Mánudaginn 14. mars 2016 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skráning fyrir KIA Gullhringinn, hjólreiðamót sem haldið verður í sumar, hófst síðastliðinn laugardag. Skráningin hefur gengið vel og virðist fólk vera orðið spennt fyrir komandi hjólasumri. Á fyrsta sólahringnum hafði tæplega helmingur þeirra sem kepptu í fyrra skráð til aftur til leiks. Aldrei hafa fleiri skráð sig svona snemma í keppnina líkt og í ár.

Hjólreiðafólk við rásmark Kia Gullhringsins í fyrra þegar metfjöldi tók þátt í keppninni
Góð þátttaka Hjólreiðafólk við rásmark Kia Gullhringsins í fyrra þegar metfjöldi tók þátt í keppninni

KIA Gullhringurinn verður haldinn á Laugarvatni þann 9. júlí næstkomandi en keppnin hefur verið haldin í uppsveitum Árnessýslu frá árinu 2012, það árið lögðu um hundrað þáttakendur af stað. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og í fyrra lögðu af stað um sjöhundruð manns frá Laugarvatni.

Ljóst er að það stefnir í enn eitt þátttökumetið. Ákveðið hefur verið af öryggisástæðum og á forsendum gæða keppninnar að hámarksfjöldi þátttakenda í ár verði 800 manns, úr öllum þremur vegalengdunum sem boðið er uppá. Hægt er að skrá sig til leiks og fylgjast með hverjir hafa skráð sig á www.kiagullhringurinn.is.

Sigursælasta hjólreiðakona landsins, María Ögn Guðmundsdóttir, hefur tekið að sé framkvæmdastjórn keppninnar. Hún er ekki nýliði þegar kemur að skipulagningu reiðhjólamóta, en María var framkvæmdastjóri WOW Cyclathon árið 2014, sem og hún hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum tengdum reiðhjólum í gegnum tíðina.

Að sögn Maríu hefur mótið verið til fyrirmyndar undanfarin ár og að öryggismál hafi verið metnaðarmál. Ekkert verður slakað á í þeim efnum í ár, heldur aðeins bætt í og má þar nefna fjöldatakmörkunina sem sett hefur verið.
Bílaumboðið Askja hefur kostað keppnina síðastliðin þrjú ár og hefur það verið framlengt. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju segir að mikill fengur sé að fá Maríu Ögn sem framkvæmdastjóra keppninnar.

Undanfarin ár hefur María verið iðin við að deila reynslu sinni til að auka vægi hjólreiðaíþróttarinnar til almennings og hefur boðið upp á regluleg námskeið undir merkjum Hjólaþjálfunarinar og stefnir hún ótrauð á að bjóða uppá námskeið og þjálfun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð