fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Ofurskálin í kvöld: Sjáðu hversu mörg tonn af snakki er borðað yfir leiknum

Carolina Panthers mæta Denver Broncos í Kaliforníu – Bandaríkjamenn eyða milljörðum í snarl í kvöld

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum eða Ofurskálin (e. Superbowl), eins og leikurinn er kallaður fer fram í 50 skipti í kvöld. Leikurinn er einn allra vinsælasti íþróttaviðburður ársins og horfa hundruð milljóna á hann í sjónvarpi.

Á meðan leikurinn fer fram er vinsælt að fá sér snarl og eru kartöfluflögur, kjúklingavængir og bjór fyrsti kostur ansi margra. Samkvæmt tölum frá samtökum smásöluaðila í Bandaríkjunum borða Bandaríkjamenn mörg tonn af ýmiskonar snarli yfir leiknum.

Talið er að hátt í 200 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með leiknum. Á þeim tíma er gert ráð fyrir að fjögur tonn af ídýfu verði borðið með um 14 tonnum af flögum.

Þá verða um fjögur tonn af poppkorni borðuð yfir leiknum og 1,2 milljarðar kjúklingavængja.

Þá hafa samtökin reiknað út meira en þúsund milljón lítrar af bjór verði drukkinn yfir leiknum í kvöld.

Heildarkostnaður fyrir veitingarnar og veigarnar er áætlaður um 15,5 milljarðar dollara.

Leikurinn fer fram Levi‘s-leikvanginum í Kaliforníu, sem tekur um 75 þúsund áhorfendur. Þar mætast Carolina Panthers, sigurvegarar NFC-deilarinnar, og Denver Broncos, sigurvegarar AFC-deildarinnar.

Þó fótboltaleikurinn sé aðalnúmer kvöldsins bíða eflaust margir einnig eftir hálfleikssýningu leiksins, sem er iðurlega stórglæsileg. Að þessu sinni mun breska rokkhljómsveitin Coldplay spila í hálfleik ásamt því að Beyoncé og Bruno Mars munu stíga á svið.

Ofurskálin hefst klukkan 23:00 á íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Í gær

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Í gær

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum