fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Sport

Eiður Smári orðinn lærisveinn Solskjærs

Landsliðsmaðurinn skrifaði undir hjá Molde í morgun – Norska úrvalsdeildin hefst eftir mánuð

Ritstjórn DV
Föstudaginn 12. febrúar 2016 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn leikmaður Molde í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Eiður, sem er einn allra besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi, skrifaði undir samning hjá félaginu í morgun.

Frá þessu er greint á vefnum Fotbolti.net. Þar segir að samningur Eiðs við Molde nái yfir komandi tímabil í norsku úrvalsdeildinni, sem hefst eftir mánuð.

Fram kemur að Eiður hafi staðist læknisskoðun hjá félaginu í morgun og að hann hafi farið á sína fyrstu æfingu með Molde í kjölfarið.

„Minn metnaður er að spila eins vel og ég get og hjálpa liðinu eins og ég get. Vonandi getum við barist um meistaratitilinn,“ sagði Eiður á leið á sína fyrstu æfingu með Molde.

Þjálfari liðsins er Ole Gunnar Solskjær, fyrrum framherji Manchester United. Molde hefur þrisvar sinnum orðið norskur meistari, síðast árið 2014. Á síðasta tímabili endaði liðið í 7. sæti í deildinni.

Eiður verður 37 ára gamall á þessu ári og stefnir á að vera í landsliðshópnum sem fer til Frakklands í sumar til að taka þátt í lokamóti Evrópumótsins í knattspyrnu.

Eiður lék síðast fyrir Shijiazhuang Ever Bright í Kína og áður hefur hann leikið með liðum á borð við Barcelona, Chelsea og Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma

Segir frá fundinum með Klopp sem var boðaður á óvenjulegum tíma
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Veskið áfram galopið í Vesturbæ ef góður biti er í boði

Veskið áfram galopið í Vesturbæ ef góður biti er í boði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“

Ásdís Rán á svakalegu djammi með Kanye West þegar önnur stórstjarna mætti – „Kanye vísar honum út og lítur í aðra átt“
433Sport
Í gær

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Í gær

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram

Meistaraheppni yfir Víkingum þegar þeir heimsóttu Fram