fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Sport

Geta samið við hvaða lið sem er

Stórstjörnurnar sem verða samningslausar næsta sumar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. desember 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic til Manchester United, James Milner til Liverpool, Sol Campbell til Arsenal, Robert Lewandowski til Bayern München og Paul Pogba og Andrea Pirlo til Juventus. Allt eru þetta leikmenn sem eiga það sameiginlegt að hafa samið við ný félög án þess að króna væri greidd fyrir þá. Samningsbundnir leikmenn geta samið við önnur félög sex mánuðum áður en samningur þeirra rennur út. Fjölmargir frábærir leikmenn verða samningslausir næsta sumar sem þýðir að þeir geta samið við hvaða lið sem er strax í byrjun nýs árs.


Fernandinho

Félag: Manchester City
Aldur: 31 árs

Brassinn hefur verið öflugur á miðju Manchester City í vetur eins og undanfarin ár. Þessi varnarsinnaði leikmaður er á sínu fjórða tímabili með City en samningurinn rennur út í sumar. Pep Guardiola, stjóri City, vill ólmur halda leikmanninum innan raða félagsins og því þykir líklegt að hann fái nýjan samning áður en langt um líður.


Santi Cazorla

Félag: Arsenal
Aldur: 31 árs

Spænski miðjumaðurinn hefur átt góðu gengi að fagna með Arsenal frá árinu 2012 þótt meiðsli hafi sett strik í reikninginn undanfarin tvö ár. Spánverjinn, sem er á sínu fimmta tímabili á Englandi, hefur á tíma sínum hjá félaginu leikið 177 leiki og skorað 29 mörk. Juventus og AC Milan á Ítalíu eru sögð fylgjast spennt með gangi mála ef Cazorla semur ekki fljótlega um nýjan samning.


Mynd: Reuters

Thiago Silva

Félag: PSG
Aldur: 32 ára

Brasilíski hafsentinn hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims undanfarin ár en hann verður samningslaus næsta sumar. Á dögunum var greint frá því að Juventus ætlaði sér að klófesta kappann næsta sumar en PSG vill halda honum í sínum röðum. Klásúla í samningi hans gæti gert PSG kleift að halda honum í eitt ár til viðbótar.


Mynd: Mynd: Reuters

Yaya Toure

Félag: Manchester City
Aldur: 33 ára

Staða Yaya Toure hjá Manchester City hefur verið mikið í umræðunni. Hann var alveg úti í kuldanum hjá Pep Guardiola í haust og jafnvel var talið að hann myndi ekki spila aftur fyrir félagið. Svo fékk hann tækifæri í deildarleik á dögunum og stimplaði sig rækilega inn með tveimur mörkum. Þrátt fyrir það er hávær orðrómur þess efnis að leikmanninum verði leyft að fara á frjálsri sölu næsta sumar.


Zlatan Ibrahimovic

Félag: Manchester United
Aldur: 35 ára

Zlatan samdi til eins árs við United í sumar en José Mourinho sagði á dögunum að Svíinn öflugi fengi eins árs framlengingu. Ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum og rennur samningur Svíans að óbreyttu út næsta sumar. Þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára hefur Zlatan látið til sín taka á Englandi og skorað 11 mörk í 20 leikjum í það heila.


Arjen Robben

Félag: Bayern München
Aldur: 32 ára

Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hefur verið einn af lykilmönnum Bayern frá árinu 2009 og skorað 119 mörk í 228 leikjum. Greint hefur verið frá því að Robben standi eins árs framlenging til boða en það er venjan hjá Bayern með leikmenn sem orðnir eru þrítugir. Ekki er víst að Robben samþykki slíkan samning. Þess má þó geta að Franck Ribery skrifaði undir eins árs framlengingu á sínum samningi um þar síðustu helgi en líkt og í tilfelli Robbens átti samningur hans að renna út næsta sumar.


Saido Berahino

Félag: WBA
Aldur: 23 ára

Framtíð Saido Berahino hjá WBA hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Hann hefur ítrekað verið orðaður við félög á borð við Tottenham, West Ham og Liverpool en WBA hefur ávallt tekist að halda honum. Samningur þessa öfluga framherja rennur út í sumar og nokkuð ljóst þykir að hann muni ekki skrifa undir nýjan samning. Spurningin er aðeins við hvaða lið hann semur.


Mynd: EPA

Axel Witsel

Félag: Zenit
Aldur: 27 ára

Þessi öflugi Belgi hefur leikið í Rússlandi frá árinu 2012 og þénað sand af seðlum á meðan. Talið er víst að Witsel, sem er lykilmaður í landsliði Belga, vilji færa sig um set í sumar og hefur Juventus verið nefnt sem líklegur áfangastaður. Þó er ljóst að mörg félög gætu nýtt sér krafta þessa hárprúða Belga.


Fleiri góðir og samningslausir:

Jesús Navas – Manchester City
Taison – Shakthar Donetsk
John Obi Mikel – Chelsea

Fernando Torres – Atletico Madrid
Per Mertesacker – Arsenal
Lucas Leiva – Liverpool
Gael Clichy – Manchester City

Adrian – West Ham
Bacary Sagna – Manchester City
Branislav Ivanovic – Chelsea

Antonio Valencia – Manchester United
Michael Carrick – Manchester United
Keisuke Honda – AC Milan

Pepe – Real Madrid
Daniel de Rossi – Roma
Robert Snodgrass – Hull City
Klaas-Jan Huntelaar – Schalke

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann

Albert í sögubækur Genoa eftir gærdaginn – Aðeins tveir gert betur en hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ummæli Mourinho um hetju helgarinnar eldast ansi vel

Ummæli Mourinho um hetju helgarinnar eldast ansi vel
433Sport
Í gær

Rúnar ræðir dráttinn – „Við vitum svosem ekkert um þá“

Rúnar ræðir dráttinn – „Við vitum svosem ekkert um þá“