fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

Sigmundur ósáttur: „Hrafnhildur, fyrirgefðu!“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 30. desember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta hljóta að vera orðin sem eru brennd á varir fjölmargra Íslendinga eftir að sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir varð önnur í vali á íþróttamanni ársins. Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu varð hlutskarpastur að þessu sinni en hann stóð sig frábærlega í sumar á lokakeppni EM í Frakklandi þegar Ísland komst alla leið í 8 liða úrslit keppninnar.

Ekki eru þó allir á eitt sáttir með valið en úrslitin voru tilkynnt við hátíðlega athöfn í gær. Í þeim hópi er meðal annars hinn reyndi íþróttafréttamaður Sigmundur Ó. Steinarsson sem fjallar um kjörið á Facebook-síðu sinni. Gylfi fékk 430 stig en Hrafnhildur 390. Árangur Hrafnhildar er einn sá besti í gjörvallri sundsögu Íslands.

„Það er mér hulin ráðgáta hvernig hægt var að ganga fram hjá Hrafnhildi, sem stóð sig með glæsibrag á þremur stórmótum á árinu, þar sem hún keppti við bestu sundmenn heims – Evrópukeppninni í 50 m laug í London, Ólympíuleikunum í Ríó og heimsmeistaramótinu í 25 m laug í Windsor í Kanada.“

Sigmundur bendir á að Hrafnhildur hafi sett átta Íslandsmet á mótunum og keppt þrisvar til úrslita á EM og tryggt sér verðlaun í öllum sundum, tvö silfur og eitt brons.

„Hún synti til úrslita í 100 m bringusundi á ÓL í Ríó og varð sjötta. Hrafn­hild­ur er í 10. sæti á heimslistanum í 200 metra bring­u­sundi í 50 m laug og 11. sæti í 100 metra bring­u­sundi.“

Þá segir Sigmundur sárt að horfa upp á að gengið hafi verið fram hjá glæsilegum fulltrúa sem fái ekki njóta til fulls framgöngu sinnar á árinu. Hún hafi glatt Íslendinga með stórkostlegum árangri og skemmtilegri framkomu. „Takk fyrir glæsilegt ár Hrafnhildur!“ segir Sigmundur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
433Sport
Í gær

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Í gær

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi