fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

10 leikmenn sem gætu skipt um lið í janúar

Ross Barkley, Virgil van Dijk og Dimitri Payet þar á meðal

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. desember 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Janúarglugginn opnast von bráðar og má búast við því að sum félög í ensku úrvalsdeildinni reyni að styrkja sig á meðan önnur reyna að minnka launakostnað og losa sig við leikmenn. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman lista yfir nokkra leikmenn sem gætu fært sig um set í janúar.


Mynd: EPA

Morgan Schneiderlin

Félag: Manchester United
Aldur: 27 ára
Staða: Miðjumaður

Schneiderlin er úti í kuldanum hjá José Mourinho og hefur Portúgalinn látið hafa eftir sér að hann muni ekki standa í vegi fyrir Frakkanum, kjósi hann að færa sig um set. Hefur verið orðaður við Everton og WBA en líklegt þykir að hann muni kosta 24 milljónir punda.


Mynd: EPA

Virgil van Dijk

Félag: Southampton
Aldur: 25 ára
Staða: Varnarmaður

Virgil van Dijk hefur verið einn besti varnarmaður deildarinnar í vetur og hefur ítrekað verið orðaður við stærri félög. Southampton hefur ávallt selt sína bestu leikmenn og líklegt þykir að van Dijk verði næstur. Hann hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Manchester City og mun að líkindum ekki kosta minna en 35 milljónir punda.


Mahmadou Sakho

Félag: Liverpool
Aldur: 26 ára
Staða: Varnarmaður

Sakho er prýðisgóður varnarmaður en hann er úti í kuldanum hjá Jurgen Klopp og hefur ekki byrjað leik síðan hann var sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum í sumar. Sakho er orðaður við sitt gamla félag, PSG í Frakklandi, en auk þess er franska félagið Lille talið hafa áhuga. Þá er WBA orðað við kappann sem líklega mun kosta um 12-13 milljónir punda.


Ross Barkley

Félag: Everton
Aldur: 23 ára
Staða: Miðjumaður

Ross Barkley hefur átt erfitt uppdráttar undir stjórn Ronald Koeman hjá Everton í vetur og gæti vel farið svo að þessi öflugi leikmaður færi sig um set í janúar. Barkley var talið eitt mesta efni enskrar knattspyrnu fyrir nokkrum árum. Barkley hefur einna helst verið orðaður við Tottenham að undanförnu og er talið að hann muni kosta um 35 milljónir punda.


Mynd: EPA

Dimitri Payet

Félag: West Ham
Aldur: 29 ára
Staða: Miðjumaður

Payet var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðasta vetur en hann hefur átt erfitt uppdráttar í vetur, eins og fleiri leikmenn West Ham reyndar. Þessi frábæri leikmaður hefur verið orðaður við Arsenal og Manchester United og mun að líkindum ekki kosta minna en 30-35 milljónir punda.


Memphis Depay

Félag: Manchester United
Aldur: 22 ára
Staða: Vængmaður

Memphis Depay var kjörinn leikmaður ársins í Hollandi fyrir tveimur árum en hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Manchester United. Enginn efast um hæfileika leikmannsins sem hefur fengið afar fá tækifæri undir stjórn José Mourinho í vetur. Depay hefur verið orðaður við Everton, Lazio og Sevilla og gæti kostað um 15 milljónir punda verði hann á annað borð seldur.


Mynd: Reuters

Asmir Begovic

Félag: Chelsea
Aldur: 29 ára
Staða: Markvörður

Begovic fær lítið að spila hjá Chelsea enda er fyrir í búrinu eitt stykki Thibaut Courtois. Begovic er of góður markvörður til að sitja á bekknum, leiktíð eftir leiktíð, eins og hann sýndi hjá Stoke á sínum tíma. Hefur verið orðaður við Stoke og West Ham að undanförnu og gæti vel farið svo að hann verði lánaður frá Chelsea í janúar.


Mynd: EPA

Moussa Dembele

Félag: Celtic
Aldur: 20 ára
Staða: Framherji

Moussa Dembele hefur slegið rækilega í gegn hjá Celtic í Skotlandi í vetur og skorað 18 mörk á tímabilinu. Dembele, sem er Frakki, er talinn einn efnilegasti framherji heims um þessar mundir og hefur hann verið orðaður við félög eins og Liverpool og Manchester City. Líklegt þykir að hann muni kosta um 20 milljónir punda sem þykir ekki ýkja mikið.


Victor Lindelöf

Félag: Benfica
Aldur: 22 ára
Staða: Varnarmaður

Þessi ungi og efnilegi Svíi hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu og hafa breskir fjölmiðlar gengið svo langt að fullyrða að kaupin séu nánast frágengin. Er algjör lykilmaður í liði Benfica og mun að líkindum kosta um 38 milljónir punda.


James Rodriguez

Félag: Real Madrid
Aldur: 25 ára
Staða: Miðjumaður

James Rodriguez er hálfgerð varaskeifa hjá Real Madrid og ku vera orðinn þreyttur á bekkjarsetunni á Bernabeu. Þessi öflugi sókndjarfi kólumbíski miðjumaður hefur verið orðaður við lið eins og PSG og Inter og ljóst er að hann mun ekki fást ódýrt. Talið er að Real Madrid vilji fá 70 milljónir punda fyrir kappann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Í gær

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti