fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Sport

„Ekkert annað en peningar ráða för“

Umdeild vistaskipti Oscars – Verður launahæsti leikmaður heims þegar hann fer til Kína

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. desember 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oscar dos Santos Emboaba Júnior verður í janúar líklega launahæsti knattspyrnumaður veraldar. Þessi 25 ára gamli sóknarmaður mun ef að líkum lætur slá út bæði Lionel Messi og Cristiano Ronaldo í launum þegar hann flytur til Kína og klæðist búningi Shanghai SIPG. Félagið mun greiða honum 57 milljónir á viku, eða 400 þúsund pund. Það gera 228 milljónir á mánuði.

Þessi magnaði leikmaður, sem hefur spilað með Chelsea frá því sumarið 2012, hefur skrifað undir samning sem meira en fjórfaldar launin hans hjá enska félaginu, hvar hann fær um 90 þúsund pund á viku. Samherji hans hjá Chelsea, Willian, er sagður hafa greint frá því að Oscar væri búinn að kveðja liðsfélaga sína í London. Chelsea mun hafa samþykkt 60 milljóna punda greiðslu fyrir leikmanninn, sem gerir hann að sjöunda dýrasta leikmanni sögunnar. „[Oscar] hefur þegar sagt bless. Hann er góður vinur sem hverfur á braut en við óskum honum alls hins besta,“ er haft eftir Willian.

Vikulaun þeirra bestu

Heimild: Totalsportek.com
Vikulaun þeirra bestu

Oscar (Shanghai SIPG) 400.000 pundCristiano Ronaldo (Real Madrid) 365.000 pundLionel Messi (FC Barcelona) 350.000 pundHulk (Shanghai SIPG) 320.000 pundGareth Bale (Real Madrid) 320.000 pundNeymar (Barcelona) 289.000 pundLuis Suarez (Barcelona) 240.000 pundPaul Pogba (Manchester United) 290.000 pundWayne Rooney (Manchester United) 260.000 pundPelle (Shandong Luneng Taishan) 260.000 pund

Oscar er fæddur í Brasilíu og lærði knattspyrnu hjá Uniao Barbarense. Hann vakti snemma athygli. Hann vakti athygli útsendara og var fenginn til Sao Paulo FC árið 2004, þá 13 ára. Hann lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður í ágúst 2008. Hjá félaginu lenti hann í launadeilu sem varð til þess að hann fór frítt til Internacional 2010. Það var þaðan sem Chelsea fékk hann til liðsins 2012 en undanfarin fjögur ár hefur hann fest sig í sessi sem fastamaður í liðinu.

Vandræðalegt fyrir hann

Gamla brýnið Jame Carrager segir í grein í Daily Mail að það hryggi hann að sjá Oscar fara til Kína. „Þetta er ekki til þess fallið að hjálpa ferlinum. Hann mun tala um að kínverska deildin sé að stækka og hann hlakki til að vinna með Andre Villas-Boas og að upplifa þetta nýja ævintýri. En allir vita að þetta er bara bull. Hann er að elta peningana. Ekkert annað en peningar ráða för.“

Hann segir að því hafi verið sýndur skilningur þegar eldri leikmenn semji við rík lið í slakari deildum, til að ljúka ferlinum og safna peningum. En í tilfelli Oscars sé þetta vandræðalegt.

Þess má geta að listinn yfir launahæstu leikmenn heims gæti tekið hröðum breytingum næstu daga. Þannig hafa fleiri leikmenn verið sterklega orðaðir við kínversku ofurdeildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Í gær

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Í gær

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans