fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

Hin eilífa leit að nýja Messi

Þessum hefur verið líkt við argentínska snillinginn – Fæstir standast samanburð – Stimpillinn er þungur kross að bera

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. október 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þrettán ára gamli Karamoko Kader Dembele hjá Glasgow Celtic er einn umtalaðasti knattspyrnumaður vikunnar eftir að hafa slegið í gegn á mánudagskvöld í leik með U-20 ára liði Celtic. Hinn ungi Fílbeinsstrendingur lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að vera að leika gegn leikmönnum sem margir voru sjö árum eldri en hann. Sökum hæfileika sinna og smæðar þurfti Dembele ekki að bíða lengi eftir að vera líkt við Lionel Messi. Hann ekki fyrsti ungi og snaggaralegi knattspyrnumaðurinn sem fær þann stimpil. Að gefnu tilefni þá rifjaði Daily Mirror upp nokkra leikmenn sem allir áttu það sameiginlegt að fá Messi-stimpilinn og gaf þeim Messi-einkunn í ljósi þess sem síðar hefur orðið. Hér er brot af því besta.


Maxi Romero – „Nýi Messi“

Argentínski framherjinn var orðaður við Arsenal í fyrra en flókið eignarhald á leikmanninum gæti reynst til trafala. Hann er fæddur í Buenos Aires og leikur með Club Atlético Vélez Sarsfield í heimalandinu. Hann er aðeins 17 ára og talið er að hann verði minnst tvö ár til viðbótar þar áður en hann freistar gæfunnar í Evrópu. Margir efnilegir úr akademíu Vélez hafa þó ekki haft árangur sem erfiði.

Messi einkunn: B+
Bara fyrir það hversu efnilegur hann er.


Juan Manuel Iturbe – „Paragvæski Messi“

Iturbe (23) er reyndar fæddur í Buenos Aires í Argentínu en ólst upp í Paragvæ með félaginu Cerro Porteno. Hæfileikar hans vöktu athygli og fór hann til Porto, var lánaður til Hellas Verona á Ítalíu sem keypti hann á 15 milljónir evra sumarið 2014. Nokkrum vikum síðar keypti stórlið Roma hann síðan á rúmar 22 milljónir evra. Hinn paragvæski Messi var lánaður til Bournemouth en kom aðeins við sögu í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Messi einkunn: B
Spilar fyrir stórlið en á eftir að sanna sig.


Claudio Nancufil – „Snjó-Messi“

Undrabarnið frá Argentínu komst í fréttirnar árið 2013, þá átta ára, þar sem urmull af stórliðum var að keppast um að fá hann til liðs við sig. Hann leikur með liði í Bariloche við rætur Andesfjalla sem útskýrir víst hið furðulega viðurnefni; „Snjó-Messi.“ Nancufil er ótrúlega teknískur og hæfileikaríkur þrátt fyrir ungan aldur. Hann er örvfættur og lítill miðað aldur í þokkabót. Það var því ekki umflúið að líkja honum við Messi. Fjölskylda hans samdi við umboðskrifstofu eftir fjölmiðlafárið vegna hæfileika hans hér um árið með það fyrir augum að koma honum í verð í Evrópu, en síðan þá hefur ekkert heyrst.

Messi einkunn: D
Mirror orðar það þannig; D fyrir „Disappeared (horfinn)“ af yfirborði jarðar. Pínu harkalegt.


Mynd: EPA

Ryan Gauld – „Baby-Messi“

Hinn smávaxni Gault vakti athygli með Dundee United í heimalandinu og skrifaði undir hjá Sporting CP í Portúgal 2014. Þar kveðst hann hafa hrist af sér gælunafnið Baby-Messi en hvað sem því líður þá þykir hann einstaklega leikinn með knöttinn. Hann er tvítugur en á enn eftir að festa sig í sessi í aðalliði Sporting.

Messi einkunn: C
Tíminn vinnur með honum.


Takefusa Kubo – „Japanski Messi“

Þú hefur líklega aldrei heyrt á hann minnst en hann hefur þó sett svip sinn á knattspyrnuheiminn. Kubo var nefnilega eitt þeirra ungmenna sem Barcelona fékk til liðs við sig árið 2011 sem varð til að félagið var sett í félagsskiptabann. Kubo og fleirum var í kjölfarið bannað að spila með Barca og færði hann sig um set til Japan á ný. Kubo er enn aðeins 14 ára og framtíðin því enn óskrifað blað.

Messi einkunn: C
Kominn aftur heim en augljóslega nógu hæfileikaríkur fyrir La Masia.


Mynd: EPA

Sardar Azmoun – „Íranski Messi“

Samdi 17 ára gamall við Rubin Kazan í Rússlandi en félagið ákvað á síðasta tímabili að lána hann til Rostov í Rússlandi þar sem hann verður áfram á þessu tímabili. Hann er aðeins 21 árs og því gæti enn ræst úr ferlinum þrátt fyrir að hann sé ekki enn kominn upp á stjörnuhimininn.

Messi einkunn: E
Rostov, þarf ekki að segja meira.


Mynd: EPA

Lorenzo Insigne – „Ítalski Messi“

Ítalski framherjinn hakar í flest boxin til að verðskulda Messi-samlíkinguna. Hann hefur það fram yfir flesta aðra á listanum að hann leikur með Napoli, sem er í Meistaradeild Evrópu, og hefur verið viðloðandi ítalska landsliðið. Hann er þó 25 ára og nokkuð ljóst að hann verður ekki næsti Messi.

Messi einkunn: B+
Ef hann forðast meiðsli.


Li Ming – „Kínverski Messi“

Ming sló í gegn á YouTube þar sem hann sást leika listir sínar og fékk Messi-stimpilinn í kjölfarið. Hann leikur samt bara með grunnskólaliði sínu í heimalandinu og fátt bendir til að hann sé að fara að sigra heiminn í bráð.

Messi einkunn: E
Virðist bara enn einn YouTube-krakkinn.


Mynd: EPA

Christian Atsu – „Afríski Messi“

Gott og vel, Lionel Messi þurfti aldrei að leika með Bournemouth og Newcastle sem lánsmaður en Atsu til varnar þá á Chelsea hátt í 40 leikmenn á láni um allar trissur. Hinn 24 ára gamli Atsu var keyptur til Chelsea 2013 og hefur verið lánaður til fimm félaga síðan þá. Kannski ekki beinlínis slegið í gegn en þó afrekað að leika á HM fyrir Gana.

Messi einkunn: C
Verður líklega leikmaður í efstu deild en ekki meðal þeirra bestu.


Mynd: EPA

Alan Dzagoev – „Rússneski Messi“

Stórstjarna í Moskvu þar sem hann leikur með CSKA. Þrátt fyrir að vera án nokkurs vafa góður leikmaður þá er hann 26 ára og sigrar vart heiminn úr þessu.

Messi einkunn: C+
Óreyndur utan Rússlands – lék þó vel á EM 2012.


Mynd: EPA

Mario Götze – „Þýski Messi“

Líklega einn farsælasti leikmaðurinn á þessum lista og sá eini sem getur státað af því að hafa unnið eitthvað sem Messi hefur sjálfum ekki tekist. Götze vann heimsmeistaratitil með þýska landsliðinu og afrekaði að skora sigurmarkið í úrslitaleiknum. Þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá Bayern er hann kominn aftur heim til Dortmund og enn í heimsklassa.

Messi einkunn: A
Hefur unnið titilinn sem Messi dreymir um.


Mynd: EPA

Jose Angel Pozo – „Mini Messi“

Manchester City lagði út nokkrar milljónir punda til að tryggja sér Pozo úr unglingastarfi Real Madrid árið 2014. Hinn tvítugi Pozo var álitinn efnilegur fyrir framtíðina hjá City. Náði þó aðeins að koma við sögu í nokkrum leikjum. Ári síðar var hann farinn aftur til Spánar eftir að hann samdi við Almería til fimm ára.

Messi einkunn: B
Erfitt að vera líkt við Messi þegar þú kemur frá Real Madrid, en hann er efnilegur og lofar góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
433Sport
Í gær

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta