fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Aðeins fjórir enn í landsliðinu

Kynslóðaskipti hafa orðið í landsliðinu – Tíminn líður og tveir eru á fimmtugsaldri

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. október 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins fjórir leikmenn af þeim fjórtán sem stóðu hróðugir á verðlaunapalli á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008, með silfurpening um hálsinn, eru í nýjasta landsliðshópi Geirs Sveinssonar landsliðsþjálfara. Tíminn líður hratt því silfurdrengirnir okkar eru flestir hættir handboltaiðkun eða hættir að spila með landsliðinu. Tveir þeirra eru meira að segja strangt til tekið á fimmtugsaldri!

Auk þessara fjögurra eru tveir til þrír enn að spila handbolta, þótt þeir hafi ekki verið valdir í landsliðið árum saman.
Í vikunni tilkynntu tveir silfurdrengir, Alexander Petersson og Snorri Steinn Guðjónsson, að þeir væru hættir að leika með landsliðinu. Það er nokkuð áfall fyrir liðið en þeir hafa þjónað landsliðinu – og stundum borið það uppi – um langt árabil. Nýir leikmenn fá nú tækifæri.

DV tók saman hvar silfurdrengirnir okkar eru í dag. Úttektin sýnir að með nýjustu fregnum hafa næstum algjör kynslóðaskipti orðið í landsliðinu, frá því það stóð á palli í Peking í ágúst 2008, fyrir heilum átta árum.


Ásgeir Örn Hallgrímsson

Staða: Skytta
Aldur: 34 ára
Leikur með Nimes í Frakklandi, eins og Snorri Steinn. Er enn í lykilhlutverki í landsliðinu.


Snorri Steinn Guðjónsson

Staða: Leikstjórnandi
Aldur: 35 ára
Markahæstur í frönsku deildinni, þar sem hann leikur með Nimes. Tilkynnti í vikunni að hann væri hættur með landsliðinu.


Róbert Gunnarsson

Staða: Línumaður
Aldur: 36 ára
Leikur með Århus í Danmörku og var ekki valinn í síðasta landsliðshóp. Það gæti þó breyst í næstu verkefnum.


Sturla Ásgeirsson

Staða: Hornamaður
Aldur: 36 ára
Hefur ekki verið í landsliðinu lengi en er viðloðandi handboltaliðið hjá ÍR í næstefstu deild karla. Virðist hafa lagt skóna á hilluna.


Ingimundur Ingimundarson

Staða: Varnarmaður
Aldur: 36 ára
Ingimundur spilar með Akureyri og hefur ekki verið í landsliðinu um langa hríð.


Alexander Petersson

Staða: Skytta
Aldur: 36 ára
Hættur með landsliðinu en spilar með Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi.


Logi Geirsson

Staða: Skytta
Aldur: 34 ára
Hættur handboltaiðkun og rekur eigið einkaþjálfunarfyrirtæki, Fjarform.


Sverre Jakobsson

Staða: Varnarmaður
Aldur: 39 ára
Hættur að spila handbolta en þjálfar karlalið Akureyrar í Olís-deildinni.


Sigfús Sigurðsson:

Staða: Varnarmaður/Línumaður
Aldur: 41 árs
Löngu hættur í handbolta. Starfar við fisksölu.


Hreiðar Leví Gunnarsson

Staða: Markvörður
Aldur: 35 ára
Hefur ekki verið valinn í landsliðið lengi en spilar með Halden Topphåndball í Noregi.


Ólafur Stefánsson

Staða: Skytta
Aldur: 43 ára
Hefur lagt skóna á hilluna. Hefur eitthvað komið að þjálfun auk þess að hanna hugbúnaðarforrit.


Björgvin Páll Gústavsson

Staða: Markvörður
Aldur: 31 árs
Enn í landsliðinu og hefur spilað lengi í Þýskalandi. Kom á óvart í vikunni með því að semja við Hauka í Olís-deildinni.


Arnór Atlason

Staða: Skytta
Aldur: 32 ára
Spilar með Álaborg í Danmörku og er enn lykilmaður í landsliðinu.


Guðjón Valur Sigurðsson

Staða: Hornamaður
Aldur: 37 ára
Neitar að eldast og spilar enn á hæsta stigi. Leikur með Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Enn lykilmaður í landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð