fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Sport

Þessi lið munu slást um titilinn

Mat lagt á möguleika toppliðanna í Englandi eftir fyrstu átta umferðirnar

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 21. október 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó að aðeins átta umferðir séu búnar í ensku úrvalsdeildinni er farið að skýrast hvaða lið verða í titilbaráttunni og hvaða lið munu berjast í neðri hlutanum. Breska blaðið Daily Mail lagði í vikunni mat á möguleika toppliðanna á að hampa meistaratitlinum í vor miðað við frammistöðuna í byrjun tímabils. Öllum liðum í efstu sjö sætunum var gefin einkunn á skalanum 1–10. Þau lið sem skora hæst þykja líklegust til að landa titlinum í vor.


Manchester City

City er á toppi deildarinnar á markatölu og það lið sem flestir spá að vinni deildina. Eftir frábæra byrjun hefur aðeins hallað undan fæti hjá Guardiola og lærisveinum hans. Lykilmenn hafa verið heilir heilsu og þó svo að helsta stjarna liðsins, Sergio Aguero, hafi afplánað þriggja leikja bann tókst City að vinna alla leikina í fjarveru hans. Það segir ýmislegt um breidd City. Tapið gegn Tottenham á dögunum og jafnteflið gegn Everton sýnir þó að City er langt því frá ósigrandi.

Einkunn: 8/10


Arsenal

Arsenal hefur farið vel af stað og er með jafn mörg stig og City í toppsætinu. Tólf ár eru síðan Arsenal vann síðast deildina og af þeim sökum hafa margir afskrifað lærisveina Wengers. Margir eru þó á því að Arsenal-liðið í dag sé það best skipaða í áraraðir. Ef lykilmenn haldast heilir er ljóst að Arsenal er til alls líklegt. Þá er þess loks getið að á síðustu sjö mánuðum hefur Arsenal aðeins tapað einum leik í deild.

Einkunn: 7/10


Tottenham

Tottenham var nálægt því að landa titlinum í fyrra og mæta leikmenn reynslunni ríkari til leiks í haust. Tottenham er eina liðið í efstu þremur deildum Englands sem ekki hefur enn tapað leik. Leikmenn sem ekki voru í lykilhlutverkum í fyrra hafa stigið upp og spilað vel. Má þar nefna Son Heung Min sem hefur verið frábær í haust og þá hafa nýir leikmenn eins og Victor Wanyama og Moussa Sissoko spilað vel.

Einkunn: 7/10


Liverpool

Liverpool hefur líklega spilað flottasta fótboltann í haust ásamt Manchester City. Jurgen Klopp er að búa til spennandi lið á Anfield og ljóst er að liðið getur unnið öll lið deildarinnar. Liverpool hefur þó lent í vandræðum gegn liðum sem spila þéttan varnarleik. Þetta sást í tapinu gegn Burnley í byrjun tímabils og í markalausa jafnteflinu gegn Manchester United á dögunum. Sóknarleikur Liverpool er eins og hann gerist bestur en varnarleikurinn hefur verið höfuðverkur á köflum. Liverpool hélt í fyrsta sinn hreinu í deild á tímabilinu í leiknum gegn United á mánudag.

Einkunn: 6,5/10


Chelsea

Gengi Chelsea í byrjun tímabils hefur verið upp og niður. Liðið hefur á köflum spilað vel en síðan hafa komið mjög daprir leikir inni á milli. Chelsea getur einbeitt sér að deildinni enda enginn Evrópufótbolti á Stamford Bridge í vetur. Mörgum spurningum er þó ósvarað með Chelsea-liðið. Stjórinn, Antonio Conte, veit hvað þarf til að vinna titla en stóra spurningin er hvort hann muni ráða við það verkefni strax.

Einkunn: 5,5


Everton

Everton hefur komið nokkuð á óvart í haust og varð um liðna helgi fyrsta liðið til að taka með sér stig af Etihad, heimavelli Manchester City. Everton er þó án sigurs í síðustu fjórum leikjum og líklega er leikmannahópurinn ekki nógu stór eða öflugur til að halda liðinu í toppbaráttu í vetur. Ef Romelu Lukaku helst heill og heldur áfram að raða inn mörkum gæti Everton vel blandað sér í baráttuna um Meistaradeildarsæti.

Einkunn: 4,5


Manchester United

United-liðið undir stjórn José Mourinho hefur farið rólega af stað. Félagið eyddi 150 milljónum punda í nýja leikmenn en nýju mennirnir hafa ekki beinlínis farið af stað með látum. Eric Bailly, miðvörðurinn öflugi, hefur þó spilað vel á meðan Zlatan Ibrahimovic hefur skilað nokkrum mörkum. Á meðan hafa til dæmis Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan ekki náð að sýna sitt rétta andlit og þá hefur fyrirliðinn, Wayne Rooney, verið fjarri sínu besta. Enginn efast þó um gæði leikmannahópsins og stjórans sem hefur séð þetta allt áður. United gæti allt eins farið á flug og gert harða atlögu að titlinum. United þarf þó að fara að byrja tímabilið.

Einkunn: 6/10

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var

Leikmenn Coventry steinhissa á því hversu lélegur þessi leikmaður United var
433Sport
Í gær

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United