fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

Mirror: Gylfi Þór er betri en Rooney, Ramsey, Martial og Ross Barkley

Breska blaðið Mirror tekur saman lista yfir 50 bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 10. október 2016 21:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson er í hópi bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar, að mati breska blaðsins Mirror. Raunar telur blaðið Gylfa í hópi 50 bestu leikmanna deildarinnar og er hann ofar á listanum en margar af skærustu stjörnum deildarinnar.

Gylfi, sem leikur með Swansea, hefur verið að gera það gott á Englandi og með íslenska landsliðinu á undanförnum árum. Hann er markahæsti leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi og er, að öðrum ólöstuðum, þeirra besti leikmaður.

Mirror stendur þessa dagana fyrir valinu á 50 bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag voru leikmenn í sætum 41 til 50 kynntir til sögunnar og er skemmst frá því að segja að Gylfi er þar í 41. sætinu. Fyrir neðan hann á listanum eru leikmenn eins og Wayne Rooney, Aaron Ramsey, Anthony Martial og Ross Barkley.

„Íslenski miðjumaðurinn skorar eða leggur upp mark í þriðjungi leikja sinna í úrvalsdeildinni. Þó að Svanirnir hafi verið í basli efast enginn um gæði Gylfa sem hefur svo oft gert gæfumuninn,“ segir í umsögn Mirror.

Tekið er fram að þó að augu margra á þessari leiktíð hafi beinst að liðsfélaga hans, Hollendingnum Leroy Fer, sé Gylfi besti leikmaður liðsins. Þá komi það Gylfa og Swansea að gagni að hann er fjölhæfur leikmaður sem nýtist jafnt á miðjunni eða á vinstri vængnum þar sem hann á auðveldara með að koma sér í skotfæri.

Sæti 41 til 50

  1. Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
  2. James Milner, Liverpool
  3. Ashley Williams, Everton
  4. Aaron Ramsey, Arsenal
  5. Ross Barkley, Everton
  6. Anthony Martial, Manchester United
  7. Steven Davis, Southampton
  8. Granit Xhaka, Arsenal
  9. Jonny Evans, WBA
  10. Wayne Rooney, Manchester United
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar