fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Sport

„Ef ég er sett í kassa get ég ekki gefið af mér og hjálpað liðinu“

Florentina Stanciu, markmaður Stjörnunnar og landsliðsins, ætlar að hætta í vor

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. janúar 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Florentina Stanciu stendur vörð í íslenska handboltamarkinu og hjá Stjörnunni. Hún er ein besta handboltakona landsins og hefur verið einn besti markmaður Evrópu. En Florentina hefur tekið erfiða ákvörðun. Hún ætlar með fjölskyldu sína aftur til Rúmeníu og kveðjur handboltann – og Ísland – með miklum trega. Hún segist vita að það er tímabært. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um handboltann, hendurnar fjórar sem hún virðist stundum hafa í markinu, trúna, ákafann, metnaðinn og þakklætið.


Valdi Ísland

Það vakti athygli þegar Florentina ákvað að taka upp íslenskt ríkisfang og spila með íslenska landsliðinu í handbolta. Hún hafði verið markvörður rúmenska landsliðsins og verið burðarás í liðinu. Rúmenska liðið er mjög sterkt, hefur til að mynda keppt á öllum heimsmeistaramótunum sem haldin hafa verið. Florentina sóttist mjög ákveðið eftir því að fá að spila með íslenska landsliðinu. „Ég vildi gefa til baka til Íslands, eftir allt sem það hafði gefið mér. Ég hef verið svo hamingjusöm á Íslandi. Mér fannst það skylda mín að gefa af mér til baka,“ segir hún.

Hún trúir því að íslenska og norræna hugarfarið sé frelsandi.
„Ég spilaði síðast með Rúmeníu árið 2009 á heimsmeistaramótinu í Kína og mér fannst hugarfar liðsins ekki vera það sem ég sóttist eftir. Mér fannst það vera óþarfa stress og mér fannst eins og ég væri sett í ákveðinn kassa. Ef ég er sett í kassa get ég ekki gefið af mér og hjálpað liðinu. Hér hef ég meira frelsi og þá á ég auðveldara með að gefa af mér – þótt ég ætli mér alltaf að gera meira.“

Íslenska landsliðið hefur allt til að bera til að vera mjög sterkt og í því eru öflugir leikmenn sem geta náð langt að hennar mati. Sama má segja um Stjörnuna. „Við erum með sterkt lið, liðið er fullt af leikmönnum sem berjast. Ég vona að okkur takist að klára þetta ár með góðum árangri, ég held að við getum það ef við leggjum allt í sölurnar. Ég myndi vilja klára árið vel og mun gera allt sem ég get til þess að láta það verða að veruleika,“ segir hún. „Við verðum að halda okkur heilbrigðum og vera í toppformi áfram. Stjarnan hefur staðið sig mjög vel síðustu tvö ár og ég treysti því að við komumst í undanúrslitin í ár. Maður veit aldrei en ég veit að við getum það.“

Kveðjustund

Það er komið að því að kveðja handboltann og Ísland. Í júní spilar Florentina líklega síðustu leikina sína og fer svo til Rúmeníu aftur. „Ég ætla að hætta. Maðurinn minn á foreldra í Rúmeníu og pabbi minn er þar líka. Þau vilja að við komum aftur heim og Costinel hefur elt mig og fylgt mér svo lengi að það er komið að því að ég fari með honum. Ég held að þetta sé góður tími til þess og ég er sátt við þessa ákvörðun. Ég finn það vel að mig langar til þess að breyta til. Ég held að það sé líka réttur tími fyrir okkur að fara gagnvart syni okkar. Hann er fimm ára og ætti að byrja í skóla eftir tvö ár í Rúmeníu. Við höfum þá ráðrúm til þess að sjá hvernig okkur gengur að aðlagast aftur áður en hann byrjar í skóla. Það væri erfiðara ef hann væri eldri og gæti truflað námsframvindu hans,“ segir hún og segist hafa velt þessu mikið fyrir sér. Hún telur líklegt að hún komi sjálf til með að starfa sem kennari í Rúmeníu.

„Ég er menntaður íþróttakennari og vinn á leikskóla í Garðabæ sem kennari. Mér finnst það svo skemmtilegt, ég vinn á góðum vinnustað og næ góðri tengingu við börn. Ég er góð í handbolta, en mér finnst ég ná sérstaklega vel til barnanna sem kennarinn þeirra. Starfið hentar mér vel og hvatvísinni minni,“ segir hún.

Is it true?

Það er ekki hlaupið að því að hætta í handboltanum, eftir allan þennan tíma. „Stundum trúi ég því varla að ég sé að hætta – eins og Jóhanna Guðrún söng í Eurovision: „Is it true – is it over?“ Ég held að ég verði alltaf tengd handboltanum og íþróttum. Ég er íþróttamaður í eðli mínu, ég verð að geta hlaupið, lyft og hreyft mig. Annars – úff ég veit ekki hvað myndi gerast annars,“ segir hún. En hún segist vita að það verði mjög erfitt að kveðja, erfiðara sjálfsagt en hægt er að ímynda sér. Hér á Íslandi verða áfram bróðir hennar og systir sem komu á eftir henni og hafa búið sér heimili hér. „Við höfum haft gott stuðningsnet hérna með þeim. Við systkinin erum mjög náin,“ segir hún. „Þau eru mjög ánægð og ég hef sagt þeim að ef þau verði hérna mikið lengur komi þau aldrei aftur til Rúmeníu. Ég skil það vel,“ segir hún og hlær. „Ég skil eftir hluta af mér.“

Ég er íþróttamaður í eðli mínu, ég verð að geta hlaupið, lyft og hreyft mig

Takk

„Þótt ég sé enn að spila og auðvitað ekki farin langar mig svo að segja aftur: Takk. Takk ÍBV, takk Stjarnan og takk Ísland fyrir að vera mér svona góð og miklir vinir mínir. Ég er stolt af því að ÍBV hafi valið mig og svo Stjarnan. Mér finnst Ísland vera heimilið mitt. Ég gerði það að heimili mínu með ykkar hjálp,“ segir hún og hleypur af stað, enda var mikilvægur leikur um kvöldið. Það var viðeigandi að það var leikur Stjörnunnar við ÍBV í Eyjum, þar sem Stjörnukonur unnu frækinn sigur á ÍBV og komust áfram í átta liða úrslit í Coca-Cola bikarnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rúnar Már mættur í ÍA

Rúnar Már mættur í ÍA
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
433Sport
Í gær

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli

Pétur Theódór snýr aftur heim til Gróttu eftir erfið meiðsli
433Sport
Í gær

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Í gær
Hartman í Val