fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Sport

„En þá er bara að vinna í því og efla sjálfstraustið“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukona í golfi, stefnir á LTE Evrópumótaröðina

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. janúar 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur undanfarin ár verið einn fremsti kylfingur landsins, ákveðið leynivopn. Hún afsalaði sér atvinnumannsréttinum í september 2014, nokkrum mánuðum eftir útskrift úr háskóla. Á fyrsta árinu sínu sem áhugamaður komst hún í gegnum niðurskurð á tólf af fimmtán mótum. Í desember síðastliðnum tryggði hún sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í golfi með frábærum árangri á úrtökumóti í Marokkó. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um sveifluna, ferðalögin á húsbílnum og möguleikann á að verða jafnvel fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppir á Ólympíuleikum.

Ólafía Þórunn er í sportviðtalinu, hér á eftir fer stutt brot úr viðtalinu

Allir vildu hjálpa

Þegar atvinnumannsferillinn var að hefjast reyndist frekar erfitt að átta sig á því frá hverjum hún ætti að fá ráðleggingar, en fjölmargir vildu aðstoða hana, vera til staðar fyrir hana og oftar en ekki stangaðist það allt á. „Ég var í smá tíma að átta mig á því hvernig væri best að fara að þessu. Það var svo margt fólk sem vildi aðstoða mig, þjálfa mig. Ég þurfti að sía upplýsingarnar betur, það kom tímabil þar sem mér leið ekki vel með golfið mitt. Svo ákvað ég að bakka aðeins, taka mér pásu, hugsa mig um og ákveða hver það væri sem best væri að fá til þess að hjálpa mér. Þetta gekk ekki svona,“ segir hún og bætir við: „Ég varð ringluð.“ Mikilvægast var að ná að finna rétta taktinn.

„Það koma auðvitað tímabil hjá öllum þar sem maður dettur niður andlega, finnur fyrir sjálfsefa og það eru erfiðir tímar. Ég þarf að vinna í sjálfstraustinu. Það kemur enn fyrir að ég fyllist miklum efa, þrátt fyrir að ég hafi allt til að bera. Ég fann fyrir þessum sjálfsefa þegar ég var að byrja að keppa sem atvinnumaður. En þá er bara að vinna í því og efla sjálfstraustið,“ segir hún ákveðin.

En þá er bara að vinna í því og efla sjálfstraustið.

Nú hefur verkefnaskiptingin orðið skýrari og hlutirnir fyrir vikið eru einfaldari.
„Þetta er betra svona,“ segir hún en hún hefur þjálfara hérna heima og sér því alfarið um að æfa sig sjálf úti. Hún notar myndbandsupptökur til þess að sjá í hvernig formi hún er, hvað þurfi að bæta og hverju að breyta. Hún sendir þær svo til Íslands ef frekari aðstoðar er þörf.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Ætlar að standa sig

Æfingarnar taka upp mikinn tíma hjá henni, en aðstæður til þeirra eru misjafnar. Fyrir mótið í Marokkó fór hún einnig í æfingabúðir. Þar voru stífar æfingar, frá morgni til kvölds, auk líkamsræktar og hugarleikfimi. „Mikið af tímanum fer líka í að leita uppi hagstætt verð á flugi, gistingu, skoða næstu mót og setja upp leikáætlun,“ segir hún en hún sér alfarið sjálf um dagskrána sína. Næsta mót verður á Nýja-Sjálandi og er hún að bíða eftir því að fá að vita hvort hún hafi náð inn á mótið. Það fer eftir því hversu margir kylfingar skrá sig, en Ólafía gæti fengið upplýsingar um það mjög seint, jafnvel ekki fyrr en viku fyrir mót. Þá þarf að hafa hraðar hendur enda mikilvægt að ná að lenda vel, ná að vinna upp tímamismuninn og koma sér í stellingar fyrir mótið.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Það fer allt eftir því hverjir ætla að keppa á hverju móti. Ég kemst ekki inn á þau öll, en vonandi sem flest. Kylfingunum er skipt niður í hópa, sumir fá alltaf aðgang að mótunum en ég er í áttunda flokki og þarf því að sýna smá þolinmæði og sjá hvað setur,“ segir hún en kveðst ekkert áhyggjufull. „Ég bíð bara og vona og ætla að standa mig vel á þeim mótum sem ég kemst á,“ segir hún.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins
433Sport
Í gær

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
433Sport
Í gær

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina