fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Sport

Sverre: „Við förum ansi langt“

Sverre fagnar aukinni breidd – Vonbrigðin í fyrra geta hjálpað

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég held að menn vilji ekki upplifa annað svona mót.“

„Þetta er nýtt fyrir mér og svolítið skrýtið,“ segir þjálfari handknattleiksliðsins Akureyrar, Sverre Andreas Jakobsson, í samtali við DV. Sverre, sem stýrt hefur varnarleik íslenska landsliðsins í handknattleik um árabil er nú hættur að leika með landsliðinu og farinn að einbeita sér að þjálfun. Hann segist hafa nóg fyrir stafni þó að hann sé ekki á leiðinni á stórmót en blaðamaður greinir ákveðinn söknuð í röddinni. „Ætli þetta venjist ekki bara.“

Sverre er bjartsýnn fyrir hönd Íslands fyrir Evrópumótið í handbolta. Íslendingar hefja leik á föstudag, þegar þeir mæta Noregi en Hvít-Rússar og Króatar eru einnig í riðli með Íslendingum. Sverre segir jákvætt að sjá þann stíganda sem verið hefur í leik liðsins í undirbúningsleikjunum við Portúgali og Þjóðverja. Þá sé fagnaðarefni hvað Aron hafi gefið mörgum leikmönnum tækifæri. Það sé ný nálgun þegar kemur að landsliðinu, enda hefur í gegnum tíðina skort breidd í íslenska hópinn. „Leikmaður eins og Rúnar [Kárason] fær sínar mínútur og nýtir þær virkilega vel,“ segir hann. Áður hefði hann kannski setið meira á bekknum en hann hafi verið flottur í síðari leiknum á móti Portúgal og einnig í seinni leiknum gegn Þjóðverjum. Sömu sögu megi segja um Guðmund Hólmar Helgason, sem hafi nýtt þær mínútur sem hann hafi fengið á vellinum afar vel. Þetta séu jákvæð teikn.

Vignir Svavarsson verður í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu á EM. Hann hefur mikla reynslu en gæti haft reynslulitla leikmenn sér við hlið.
Burðarás Vignir Svavarsson verður í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu á EM. Hann hefur mikla reynslu en gæti haft reynslulitla leikmenn sér við hlið.

Mynd: EPA

Verður Bjarki Már heill?

Sverre líst vel á þá leikmenn sem eiga að fylla hans skarð í vörninni. Hann gerir ráð fyrir því að Aron muni freista þess að nota Bjarka Má Gunnarsson og Vigni Svavarsson sem aðalmenn í miðri vörninni. Þeir hafi mesta reynslu. En að Guðmundur Hólmar eða Tandri Már Konráðsson komi inn til vara. „Þetta getur svo gjörbreyst ef Bjarki verður ekki heill,“ segir hann en Bjarki hefur glímt við meiðsli í baki. „Þá tekur hann þá kannski alla með.“

Ísland hafnaði í 11. sæti á HM í Katar í fyrra. Ísland náði sér ekki á strik á mótinu og byrjaði marga leikina mjög illa. Sverre bendir á að lið eigi stundum slæm mót á nokkurra ára fresti. Það geti alltaf gerst. Hann segir mögulegt að mótið sitji eitthvað í mönnum en að menn noti það til hvatningar. „Ég held að menn vilji ekki upplifa annað svona mót. Svo horfa menn að sjálfsögðu á Ólympíuleikana,“ segir hann en eldri leikmenn liðsins eiga líklega ekki kost á nema einum Ólympíuleikum í viðbót. Það sé mönnum mikið keppikefli að komast þangað. Sverre bindur vonir við að vonbrigði síðasta stórmóts séu að baki þar sem liðinu hafi gengið mjög vel síðasta sumar, þegar það tryggði sér sæti á Evrópumótinu eftir að hafa glímt við sterka andstæðinga. „Við fengum þar nýjan núllpunkt.“

Aron hefur nú loksins úr öllum leikmönnum Íslands að spila.
Enginn meiddur Aron hefur nú loksins úr öllum leikmönnum Íslands að spila.

Mynd: EPA

Endurnýjun hjá Króötum

Sverre segir að Íslendingar þekki Norðmenn inn og út. Þeir hafi lengi viljað vinna okkur á stórmóti en hann telur að sú verði ekki raunin nú. Hvít-Rússar séu sýnd veiði en ekki gefin. Þá hafi orðið ákveðnar mannabreytingar á króatíska hópnum, en Króatar töpuðu óvænt með 15 marka mun fyrir Slóvenum á sunnudag. „Kannski þurfa þeir smá tíma til að ná fyrri styrk.“ Á heildina litið er Sverre bjartsýnn fyrir mótið og telur að Ísland tryggi sér sæti á næstu Ólympíuleikum. „Við förum ansi langt og ég hef mikla trú á strákunum,“ segir þessi geðþekki varnarmaður að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“