Heyrnarlaus á öðru og borðar hamborgara fyrir leiki

Orri Freyr Hjaltalín leikmaður Þórs sker sig úr hópnum

„Ég vil ekki sjá þetta pasta og dót,“ segir Orri Freyr Hjaltalín.
Borðar hamborgara fyrir leiki „Ég vil ekki sjá þetta pasta og dót,“ segir Orri Freyr Hjaltalín.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

„Liðsfélagar mínir kvarta mjög mikið yfir því að ég heyri ekki í þeim. Ég er alveg heyrnarlaus öðru megin og ef ég sný ekki eyranu að þeim sem er að kalla þá getur hann alveg eins sleppt því,“ segir Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður fótboltaliðs Þórs, í viðtali við vefinn Fótbolti.net í gær. Hann segir heyrnarleysið hafa sína kosti og galla en að kostirnir séu ekki síðri. „Maður heyrir það sem maður vill heyra og hitt síast bara út. Þetta er snilld þegar það eru læti og maður ætlar að fara að sofa. Þá leggur maður góða eyrað á koddann og rotast.“

„Maður heyrir það sem maður vill heyra og hitt síast bara út,“ segir Orri Freyr Hjaltalín, sem er heyrnarlaus á öðru eyra.
Þórsari „Maður heyrir það sem maður vill heyra og hitt síast bara út,“ segir Orri Freyr Hjaltalín, sem er heyrnarlaus á öðru eyra.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson

Óvenjulegt mataræði fyrir leiki

Orri Freyr segir meðal annars frá því í viðtalinu að hann hafi tileinkað sér óvenjulegra mataræði en gengur og gerist fyrir leiki sem hann spilar. „Ég borða alltaf hamborgara og franskar fyrir leiki og drekk kók með, helst klukkutíma fyrir leik. Ég vil ekki sjá þetta pasta og dót,“ en Orri segist vera með öðruvísi skrokk en margir aðrir. „Ef ég borða pasta þá er ég aftur svangur eftir hálftíma, það situr ekkert í mér. Hamborgarinn fer vel í magann á mér og það er góð orka í þessu.“

Hann segir næstum alla þjálfara sem hafa þjálfað hann hafa reynt að breyta þessu en það hafi gengið illa. „Liðsfélagar mínir hafa líka rekið upp stór augu þegar þeir sjá mig borða hamborgara fyrir leiki en svona er þetta, það eru ekki allir eins,“ segir Orri.

Viðtalið við Orra Frey í heild.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.