Íslensku stelpurnar í umspil

Töpuðu fyrir Noregi

Mynd: gunnigunn birtingur gunnigunn birtingur

Noregur hafði betur í viðureign gegn Íslandi í kvöld í fótbolta með tveimur mörkum gegn einu. Keppt var á Ullevaal leikvanginum í Ósló, en var þetta leikur í síðustu umferð undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu.

Með sigrinum í kvöld hafa Norðmenn tryggt sér sigur í riðlinum og keppa því á Evrópumótinu. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 22 stig og fer í umspil um sæti á mótinu. Íslendingum hefði nægt jafntefli í leiknum til að komast á EM. Norsku stelpurnar voru yfir í hálfeik og skoraði Margrét Lára Viðarsdóttir mark á 66.mínútu.

Umspilsleikurinn fer fram í október en ekki liggur fyrir hvort Ísland mætir Rússlandi, Spáni, Skotlandi, Úkraínu eða Austurríki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.