Kýpur vann Ísland

Konstantinos Makridis skoraði sigurmarkið

Ísland tapaði í kvöld gegn Kýpur í undankeppni HM í fótbolta. Var staðan 1:0 í lok leiks en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland tapar fyrir þjóðinni í fótbolta. Markið var ekki skorað fyrr en á 57. mínútu leiksins en Konstantinos Makridis átti heiðurinn af markinu. Þykir þó Hannes Þór Halldórsson, markmaður Íslendinga, hafa staðið sig með mikilli prýði í dag.

Næst keppa Íslendingar við Albaníu þann 12. október en síðasti heimaleikur ársins verður gegn Sviss þann 16. október.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.