Annie Mist er hraustasta kona heims

Sigurvegari á heimsleikunum annað árið í röð

Hin 22 ára Annie Mist Þórisdóttir varði titil sinn á heimsleikunum í crossfit sem fram fóru í Los Angeles í dag. Er þetta í fyrsta skipti sem sami keppandi vinnur tvö ár í röð.

Að launum fær Annie Mist 250 þúsund dollara í verðlaunafé sem jafngildir um 32 milljónum króna.

Annie Mist byrjaði mótið ekki sem best en vann rækilega á þegar á leið. Fyrir síðustu keppnisgreinina var hún svo gott sem búin að tryggja sér sigurinn fyrir síðustu greinina.

Annie Mist náði sér í 1062 stig en sú sem lenti í öðru sæti fékk 977 stig. Sigurinn var því nokkuð öruggur og ljóst að Annie verðskuldar sannarlega titilinn hraustasta kona heims.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.