Bragi heldur sigurgöngunni áfram

Sigraði bandarískan FIDE meistara

Bragi Þorfinnsson hélt áfram sigurgöngu sinni á N1 Reykjavíkurskákmótinu þegar hann sigraði bandarískan FIDE-meistarara og er aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum, Ivan Sokolov og Ivan Cheparinov, frá Búlgaríu, sem eru efstir með fullt hús.

Sokolov sigraði tékkneska ofurstórmeistarann David Navara sannfærandi með svörtu. Cheparinov vann bandaríska stórmeistarann Robert Hess. Sjöundi stigahæsti skákmaður heims, Ítalinn ungi Fabiano Caruana, og breski stórmeistarinn Gawain Jones eru í 3.-5. sæti ásamt Braga.

Tvær umferðir fara fram á morgun og fara þær fram kl. 9:30 og 16:30. Stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason verða með skákskýringar og hefjast þær kl. 12 og 19.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.