Fötin skapa manninn

Milton nokkur J. Hodges varð ekki loðinn um lófana eftir að hafa gert tilraun til að ræna Lowes Home Improvement-verslunina í Kissimmee á Flórída. Tilraunin mistókst hrapallega og Milton flúði þvert yfir götuna og komst þar yfir nokkuð háa girðingu. Ef hugmyndin var að leynast í mannfjölda hinum megin varð Milton fyrir vonbrigðum. Handan girðingarinnar var nefnilega Cypress Cove-nektar- og heilsustaður og var lögreglan því ekki í vandræðum með að koma auga á Milton, eina manninn í fötum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.