fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ólafur festist við dekk bifreiðar og dróst með henni: „Ef hún hefði ekki gert það þá hefði ég ekki lifað þetta af“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 14. janúar 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 24. febrúar árið 1989 festist Akureyringurinn Ólafur Sveinn Gíslason, þá tveggja ára, við dekk bifreiðar og dróst með henni tæpan hálfan kílómetra. Ólafur er þrítugur í dag og trúir ekki á kraftaverk. Hann segir það þó merkilega tilviljun að hann sé enn á lífi.

Naglaför í úlpunni

„Mamma var úti með mér að leika á gangstéttinni fyrir utan heimilið okkar á Vestursíðu. Síðan skaust hún rétt inn til að svara símtali. Ég náði þá að færa mig að fólksbíl sem nágrannakonan átti og einhvern veginn festi ég mig í einhverju við hægra afturdekkið.“

Konan tók ekki eftir Ólafi og hafði hún keyrt inn á bílastæðið til að snúa bílnum við. Þá keyrði hún af stað inn Bugðusíðu og var komin um 400 metra leið áður en hún tók eftir að eitthvað var að. „Hún heyrði þá eitthvert hljóð sem henni líkaði illa og stoppaði því og sá mig.“ Konan hélt þá að dekk bílsins væri sprungið en þess í stað fann hún Ólaf sem var orðinn blár í framan.

Samkvæmt frétt DV frá þessum tíma fór Ólafur undir hjól bifreiðarinnar en hann segir það ekki rétt. „Ég hefði ábyggilega ekki lifað það af.“ En þykk, vatteruð úlpa sem Ólafur var í var tætt af nöglum vetrardekksins og bjargaði hún sennilega miklu.

Fór illa í mömmuhjartað

Ólafur jafnaði sig furðu fljótt og byrjaði þá að orga mikið. Farið var með hann á Fjórðungssjúkrahúsið og hlúð að meiðslum hans sem voru minniháttar mar og skrámur. Engin bein boru brotin eða brákuð og engin innvortis meiðsl. „Ég kom ekki ólaskaður frá þessu en þetta hafði engin langvarandi áhrif. Við fórum heim samdægurs og ég hef verið hraustur síðan.“

Hann segir að atvikið hafi helst bitnað á móður sinni. „Þetta fór auðvitað mjög illa í hjartað á mömmu. Að hún hafi litið af mér í smá stund og þá hafi næstum því það versta gerst.“

Ólafur segist hafa verið mjög lánsamur að konan hafi stoppað. „Sjálfur stoppa ég ekkert alltaf þegar ég heyri smá hljóð í bílnum. Ef hún hefði ekki gert það þá hefði ég ekki lifað þetta af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum