fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Dularfullir útdauðir úlfar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Falklandseyjaúlfurinn var eina landspendýrið sem lifði á Falklandseyjaklasanum þegar menn komu þangað fyrst. Síðasti úlfurinn af tegundinni dó árið 1876, og er eina dýrategundin af hundaætt sem dáið hefur út á sögulegum tímum.

Breski skipstjórinn John Strong sá dýrið fyrstur manna svo vitað sé árið 1692. Skipstjórinn tók einn úlf upp í skipið, en hann skelfdist á leiðinni til Evrópu þegar skotið var af fallbyssu skipsins og stökk útbyrðis.

Líffræðingar hafa lengi velt fyrir sér hvernig dýrategundinni tókst að nema land á eyjaklasanum en hann er mjög afskekktur, liggur í um 500 kílómetra fjarlægð frá meginlandi Suður-Ameríku. Vitað er að úlfategundin þróaðist í langan tíma einangruð á eyjunni, því henni svipar ekki sérstaklega til úlfategunda Suður-Ameríku.

Telja sumir að indíánar hafi numið land á eyjunum fyrir þúsundum ára og skilið nokkra úlfa eftir, sem þeir höfðu sem gæludýr. Önnur kenning hermir að ísbrú hafi legið á milli Falklandseyja og meginlandsins á síðustu ísöld. Glænýjar erfðafræðirannsóknir benda hins vegar til að Falklandseyjaúlfurinn sé skyldur faxúlfinum, sem er suðuramerísk úlfategund.

Eigi tegundirnar sameiginlegan forföður sem uppi var fyrir 6 milljónum ára. Það þykir furðu sæta því talið er að úlfar hafi ekki komið til Suður-Ameríku fyrr en fyrir þremur milljónum ára. Falklandseyjaúlfurinn útdauði er því mikil ráðgáta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga

Píratar vilja Útlendingastofnun feiga
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn