Unglingar ákærðir fyrir morð

Lést í slysinu.
Marquise Byrd Lést í slysinu.

Fjórir unglingar í Ohio í Bandaríkjunum, einn 13 ára og þrír 14 ára, hafa verið ákærðir fyrir morð eftir heimskupör á brú í borginni Toledo. Piltarnir vörpuðu þungum sandpoka af brúnni með þeim afleiðingum að hann lenti á framrúðu bifreiðar sem ekið var undir brúna. Farþegi í bifreiðinni, hinn 22 ára Marquise Byrd, lést af völdum höfuðáverka sem hann hlaut. Piltarnir eiga þunga fangelsisdóma yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.