fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Hafði ekki hugmynd um skuggalegar hliðar kærastans

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. september 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vissi að það væri eitthvað bogið við hann en ég gat ekki fest fingur á það,“ segir Holly Eudy, fyrrverandi kærasta bandaríska raðmorðingjans Todd Kohlepp. Holly ræðir samband sitt við Todd í viðtali við Inside Edition en þar segist Holly ekki hafa haft hugmynd um skuggalegar hliðar hans.

Todd var fyrr á þessu ári dæmdur í sjöfalt lífstíðarfangelsi eftir að hafa játað á sig sjö morð. Morðin framdi hann á þrettán ára tímabili í Suður-Karólínu, en hann var handtekinn í fyrrahaust eftir að kona fannst hlekkjuð í geymsluskúr á landareign hans.

Fyrst myrti hann fjóra starfsmenn vélhjólaverslunar árið 2003, síðan myrti hann ung hjón árið 2015 sem unnu fyrir hann og loks myrti hann 32 ára karlmann í ágúst í fyrra. Það var kærasti konunnar sem fannst hlekkjuð á landareign hans.

Í viðtalinu við Inside Edition segir Holly að hún hafi verið kærasta Todds í tíu ár. „Hann veitti mér mikla athygli og lét mér líða eins og ég væri mikilvæg,“ segir hún. Hún segir einnig í viðtalinu að hún velti fyrir sér hvort hún hefði orðið næsta fórnarlamb hans, án þess þó að fara dýpra ofan í þann grun sinn.

Todd hafði áður komist í kast við lögin en árið 1986 rændi hann fjórtán ára stúlku í borginni Tempe í Arizona. Todd ógnaði henni með skotvopni, ók með hana heim til sín þar sem hann nauðgaði henni. Hann skutlaði stúlkunni svo heim til sín og hótaði að drepa hana ef hún segði frá. Lögreglan hafði hendur í hári Todds eftir árásina og var hann dæmdur í fimmtán ára fangelsi. Árið 2001 var honum sleppt úr fangelsi og fluttist hann þá til Suður-Karólínu þar sem morðin voru framin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði

Cole Palmer slátraði slöku Everton liði
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
EyjanFastir pennar
Fyrir 15 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide

Jói Kalli framlengir við KSÍ og mun áfram aðstoða Hareide
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands