Níðingsverk í Napa

Kayleigh varð fórnarlamb móður sinnar og kærasta hennar

Fengu lífstíðardóm fyrir óhæfuverk sitt.
Sarah og Ryan Fengu lífstíðardóm fyrir óhæfuverk sitt.

Þann 1. febrúar, 2014, barst Neyðarlínunni í Napa í Kaliforníu símtal frá ónafngreindum vini parsins Söruh Lynn Krueger og Ryan Scott Warner. Erindið var fremur ógeðfellt.

Umræddur vinur hafði kvöldið áður heimsótt Söruh og Ryan og þá séð Kayleigh, þriggja ára dóttur Söruh, andvana. Hann vildi ekki blanda sér í málið og sagði þeim að hafa samband við lögregluna hið snarasta. Þegar honum varð ljóst að þau höfðu ekki farið að ráðum hans hringdi hann sjálfur.

Lík í ferðatösku

Þegar lögreglan kom á heimili Söruh og Ryan var þau hvergi að finna. Hins vegar lá líkið af Kayleigh í ferðatösku á rúmi hennar, hálffreðið. Að sögn lögreglunnar var ljóst að líkið hafði verið í frysti í nokkrar klukkustundir.

„Líkaminn hennar var enn mjög kaldur viðkomu þegar hann lögreglan fann hann. Við getum ekki sagt með vissu hve lengi hún var í frystinum,“ sagði Kecia Lind saksóknari síðar.

Skötuhjúin voru flúin, höfðu lagt á flótta fyrr þennan morgun. Þau voru handtekin daginn eftir á veitingastað í El Cerrito. Í síma Söruh fundust vísbendingar um að hún hefði framkvæmt leit að fjölmennustu borgum Bandaríkjanna.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.