Nei, þetta eru ekki ofsjónir: Geiturnar á Hólum leika sér á trampólíni!

Hún Rebecca Cathrine Kaad Ostenfeld rekur húsdýragarð í Dalaýslu, sem heitir Hólar Farm og er staðsettur að Hólum í Búðardal. Eins og flestir vita eru geitur afar kátar og mannelskar skepnur, sérstaklega ungviðið, kiðlingarnir. Kiðlingarnir á Hólar Farm hafa afskaplega gaman af leika sér á trampólíni og hafa hvað eftir annað farið óboðnir á trampólínið hjá fjölskyldu í nágrenninu.

Þegar DV hafði samband við Rebeccu var hún önnum kafin, einmitt við að sækja notað trampólín til konu einnar sem ætlar að færa geitunum hennar það að gjöf. Trampólínið verður því sett upp á Hólum um helgina. Rebecca hafði ekki tíma til að ræða við blaðamann en sagði að þetta væri bara mjög skemmtilegt og bað lesendur vel að njóta myndbandsins hér að neðan sem hún tók af geitunum á trampólíni nágrannans.

Um helgina fá geiturnar síðan sitt eigið trampólín í húsdýragarðinn á Hólum og gestir garðsins geta þá skemmt sér við þá iðja að horfa á geitur leika sér á trampólíni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.