fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Níu börn – níu dauðsföll

Tinning-hjónin eignuðust átta börn og ættleiddu eitt – Ekkert barnanna náði fimm ára aldri

Kolbeinn Þorsteinsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki einleikið hve erfitt það reyndist Marybeth Tinning í borginni Schenectady, í samnefndri sýslu í Bandaríkjunum, að koma börnum sínum á legg.

Á þrettán ára tímabili, frá 1972–1985, missti hún níu börn og úrskurðuðu læknar, í einhverjum tilvika, að um vöggudauða væri um að kenna. Einnig var hjartastopp nefnt til sögunnar og ýmislegt fleira.

Dauði tveggja barna

Dóttir Marybeth, Jennifer, var rétt rúmra átta daga gömul þegar hún dó 3. janúar 1972. Í tilfelli hennar var skuldinni skellt á væga heilahimnubólgu og þar sem stúlkubarnið hafði aldrei yfirgefið St. Clare-sjúkrahúsið eftir fæðingu þótti ekki ástæða til að beina sjónum að grunsamlegu athæfi.

Innan við þremur vikum síðar kom Marybeth með Joseph yngri, tveggja ára son sinn, á Ellis-sjúkrahúsið í Schenectady. Rannsókn leiddi ekkert í ljós og mæðginin voru send heim. 

Örfáum klukkustundum síðar komu þau aftur, en í það skiptið var drengurinn allur. Dánarorsök var sögð veirusýking, en engin krufning var þó framkvæmd til að fá það staðfest með óyggjandi hætti.

Endurtekið efni

Það er aldrei nema önnur hver bára stök, eins og einhver sagði, og einum og hálfum mánuði síðar, 20. mars, var Marybeth Tinning enn og aftur komin á neyðarmóttökuna á Ellis-sjúkrahúsinu. Var hún með fjögurra ára dóttur sína, Barböru, og sagði hana hafa fengið krampaköst.

Læknar vildu halda Barböru yfir nótt og fylgjast með henni, en Marybeth mátti ekki heyra á slíkt minnst. Einhverju síðar kom hún aftur á sjúkrahúsið, þá með Barböru meðvitundarlausa. Við krufningu sást ekkert sem augljóslega kynni að hafa valdið dauða stúlkunnar og læknar sögðu banameinið hjartastopp.

Þegar þarna var komið sögu stóðu Tinning-hjónin uppi barnlaus. 

Vöggudauði og lungnabjúgur

Eðli málsins samkvæmt fór sjúkrahúsheimsóknum Marybeth fækkandi og fátt um tíðindi af Tinning-hjónunum um skeið.

Á þakkargjörðardaginn 1973 ól Marybeth sveinbarn, afar smágert, sem fékk nafnið Timothy. Þann 10. desember kom hún með andvana son sinn á sjúkrahús. Sagðist hún hafa komið að honum lífvana í vöggunni. Læknar úrskurðuðu að um vöggudauða hefði verið að ræða. 

Nú varð hlé á barnadauða hjá Tinning-hjónunum enda barnlaus enn og aftur.

Á því varð breyting árið 1975 og 2. september það ár dó sonur þeirra hjóna, Nathan, fimm mánaða og úrskurðað að lungnabjúgur hefði leitt hann til dauða.

Ættleiðing og frekari barneignir

Árið 1978 sóttu Tinning-hjónin um leyfi til að ættleiða barn og í ágúst það ár fengu þau Michael í hendur. Þá var Marybeth barnshafandi og tveimur mánuðum síðar ól hún sjötta barn þeirra hjóna, stúlku sem fékk nafnið Mary Frances.

Mary Frances varð ekki langrar ævi auðið. Í janúar 1979 kom Marybeth með dóttur sína á St. Clare-sjúkrahúsið sem var gegnt heimili Tinning-hjónanna. Með miklu snarræði tókst læknum að bjarga lífi stúlkunnar. Þar reyndist þó um gálgafrest að ræða því tveimur mánuðum síðar birtist Marybeth aftur á sjúkrahúsinu, þá með Mary heiladauða í fanginu; hafði að eigin sögn komið að henni lífvana í vöggunni. Dánarorsök: vöggudauði.

Tvö dauðsföll á innan við ári

Það var vart búið að kasta rekunum þegar Marybeth varð barnshafandi á ný og í nóvember 1979 fæddist Jonathan. Þess ber að geta að Michael var þá enn á lífi, orðinn þrettán mánaða og við ágæta heilsu.

Í mars 1980 dó Jonathan og innan við ári síðar, í febrúar 1981, var röðin komin að Michael. Vottur af lungnabólgu kom í ljós þegar Michael var krufinn og þrátt fyrir að læknar teldu hana ekki nógu mikla til að vera banvæn var engu öðru til að dreifa.

Blóð á kodda

Í ágúst 1985 fæddist Tinning-hjónunum dóttir, Tami Lynne, og í desember það ár dró til tíðinda. Að sögn Marybeth kom hún að Tami meðvitundarlausri í vöggu sinni og var blóð á koddanum. 

Læknum á St. Clare-sjúkrahúsinu tókst ekki að bjarga lífi stúlkunnar og þrátt fyrir að þeir teldu um vöggudauða að ræða höfðu þeir samband við lögregluna. Rannsókn lögreglunnar leiddi til handtöku Marybeth 4. febrúar 1986 og hún játaði að hafa þrýst kodda yfir vit Tami, sem hefði verið „erfið og grátið“.

Þrátt fyrir allt og allt var Marybeth einungis sakfelld fyrir morð á Tami og fékk fyrir vikið lífstíðardóm 1. október 1987.

Kæfði grunsemdir

Eiginmaður Marybeth sagði í blaðaviðtölum að vissulega hefðu öðru hverju vaknað grunsemdir hjá honum í garð eiginkonunnar. Hann hefði ýtt þeim til hliðar. „Þú verður að treysta eiginkonu þinni. Hún hefur ýmislegt á sinni könnu og svo lengi sem hún sinnir því, þá spyrðu engra spurninga,“ sagði hann.

Marybeth hefur nokkrum sinnum verið neitað um reynslulausn, meðal annars í í febrúar 2015. Við það tækifæri sagði hún: „Ég bara – ég held að ég hafi ekki haft það sem til þarf til að vera góð móðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð