Dagskrá Bjarna næstu daga?: „Poco, loco og limbo“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Stórfurðuleg „frétt“ birtist í dag á vef Stjórnarráðs Íslands, svokölluð „prufufrétt eitt“. Þar segir á ensku að forsætisráðherrar munu skiptast í hópa og taka þátt í ýmsum athöfnum svo sem „Poco, loco og limbo“.

Enn liggur ekki fyrir hvað er átt við með þessum orðum en vonandi verður erlendum þjóðhöfðingjum boðin betri afþreying en limbo, komi þeir til Íslands.

Sennilegast er þetta þó einungis klúður í vefstjórn Stjórnarráðsins, æðsta stjórnvaldi framkvæmdarvaldsins á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.