Þytur í laufi

Fágætt bókareintak freistaði Michaels – Hugði á fjölda aðgerða

Var vel þekktur innan fræðasviðsins í Oxford.
Adrian Greenwood Var vel þekktur innan fræðasviðsins í Oxford.

Sunnudagurinn 10. apríl, 2016, hafði verið með hefðbundnu sniði hjá Elaine Danaher. Elaine var þá 45 ára, fráskilin og átti tvo syni; Ryan, 14 ára, og Jacob, 9 ára.

Elaine hafði skilið við föður drengjanna, Michael, fjórum árum fyrr, vann í John Lewis-versluninni í Petersborough í Bretlandi, hafði fundið nýjan lífsförunaut og var allsendis sátt við lífið og tilveruna.

Eftir að hafa vaskað upp eftir kvöldmatinn þennan ágæta dag settist Elaine við tölvuna og skoðaði möguleika varðandi sumarfríið sem nálgaðist óðfluga.

Þá var dyrabjöllunni hringt; fyrir utan stóðu tveir lögregluþjónar og manneskja frá fjölskyldudeild lögreglunnar.

Þytur í laufi

Í fyrstu óttaðist Elaine að erindið varðaði yngri bróður hennar, sem enn var í hernum. „Guð minn góður, hvað hefur komið fyrir hann,“ hugsaði hún en þær áhyggjur voru ástæðulausar.

„Við erum hér til að tala við þig um Michael. Við höfum handtekið hann, grunaðan um morð,“ sagði annar lögregluþjónninn.

Næstu fjóra klukkutíma svaraði Elaine öllum þeim spurningum sem var beint til hennar. Síðan vildu þeir ræða við Ryan og skoða farsímann hans og var það auðsótt mál. Þegar Ryan var spurður hvort hann hefði séð eintak af bókinni The Wind in the Willows, Þytur í laufi, þegar hann var hjá föður sínum síðast fölnaði hann upp og sagði: „Ég veit um hvað málið snýst.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.