Fjöldamorð í Fresno

Marcus eignaðist mörg börn með dætrum sínum – Hann beitti einnig þau börn kynferðislegu ofbeldi

Talið var að Marcus Wesson hafi með einum eða öðrum hætti verið ábyrgur.
Í járnum Talið var að Marcus Wesson hafi með einum eða öðrum hætti verið ábyrgur.

Þann 17. júní, 2005, var Marcus Delon Wesson sakfelldur fyrir níu morð og fjórtán kynferðisglæpi að auki og tíu dögum síðar dæmdur til dauða. Á meðal kynferðisglæpanna sem hann var sakfelldur fyrir voru nauðganir og annars konar ofbeldi í garð barnungra dætra hans.

Fórnarlömb Marcusar voru hans eigin börn, afurð sifjaspella hans og dætra hans og frænka, og börn eiginkonu hans.

Flutningum mótmælt

Forsaga málsins er að Marcus hugði á flutninga frá Fresno í Kaliforníu til Washington-ríkis, þar sem foreldrar hans bjuggu, og ætlaði að sjálfsögðu að taka með sér dætur sínar og þeirra börn.

Nokkrum meðlimum stórfjölskyldu Marcusar leist ekki á áform hans. Þeirra á meðal voru tvær dætur Marcusar sem höfðu ákveðið að spyrna við fótum og brjótast undan ægivaldi hans. Þann 12. mars, 2004, safnaðist þessi hópur saman fyrir framan heimili Marcusar og krafðist þess að hann sleppti hendi af hinum börnunum.

Pattstaða

Lögreglan í Fresno var kölluð til og við tók einhvers konar forræðisdeila. Hvorki gekk né rak í samskiptum ættingja Marcusar, lögreglunnar og Marcusar sjálfs og pattstaða myndaðist.

Til að byrja með virtist Marcus þó ætla að verða samvinnuþýður og fékk sökum þess að fara inn í húsið. Tvennum sögum fer af því sem síðar gerðist. Að sögn lögreglumanna á vettvangi heyrðust engir skothvellir, en vitni á staðnum sögðu hið gagnstæða.

Haugur af líkum

Hvað sem frásögnum vitna líður þá fann lögreglan haug af líkum í einu svefnherbergja hússins. Í sama herbergi var einnig að finna fjölmargar gamlar líkkistur.

Líkin voru svo samanflækt að þó nokkurn tíma tók að greiða úr flækjunni, en efst á haugnum var lík Sebhrenah, 25 ára gamallar dóttur Marcusar, og við hlið þess lá skammbyssa.

Að lokum kom í ljós að um níu lík var að ræða; dætur Marcusar og börn þeirra, og höfðu öll verið skotin í annað augað.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.