fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Blanda af fótbolta, ruðningi og MMA

Flórensbúar heyja árlegt blóðbað – Mussolini endurvakti siðinn

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. júlí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Calcio storico (sögulegur fótbolti) heitir íþróttaviðburður sem haldinn er í ítölsku borginni Flórens á hverju sumri. Leikurinn er nokkurs konar blanda af hefðbundnum fótbolta, ruðningi og bardagaíþróttum. Hann á rætur sínar að rekja til miðrar 16. aldar þegar borgarbúar stunduðu hann í umsátri hins heilaga keisaraveldis og Spánverja.

Leikurinn var vinsæll í borginni alla 16. öldina en virðist hafa gleymst á 17. öld. Það var einræðisherrann Benito Mussolini sem endurvakti siðinn til að hampa fornri frægð borgarinnar. Síðan þá hefur leikurinn verið spilaður næstum árlega.

Enginn dáið…..enn

Borgarbúar flykkjast á Piazza Santa Croce til að fylgjast með fjórum hverfaliðum borgarinnar etja kappi, það eru rauðir, bláir, grænir og hvítir. Undanúrslit fara fram snemma í júní en úrslitaleikurinn sjálfur 24. júní, á dýrlingadegi Jóhannesar skírara.

Leikurinn er spilaður á ferhyrntum sandvelli með netum á hvorum enda og leikmenn skora mörk með því að koma boltanum yfir vegg í net andstæðinganna. 27 leikmenn eru í hvoru liði, allir inn á í einu og engar skiptingar eru leyfðar jafnvel þó einhver slasist (sem gerist mjög reglulega). Leiktíminn er 50 mínútur.

Calcio Storico er gríðarlega ofbeldisfull íþrótt og fjölmargir leikmenn hafa slasast og þurft að dveljast mánuðum saman á sjúkrahúsi. Enginn hefur þó látist síðan leikurinn var endurvakinn fyrir tæplega 90 árum síðan.

Glæpamenn fá ekki að keppa

Það eru til reglur sem eiga að halda meiðslum í lágmarki. Þær segja til dæmis að ekki megi sparka í höfuð leikmanna og að tveir eða fleiri megi ekki ráðast á einn eintakling. Allar tegundir bardagalista eru hins vegar leyfðar.

Mörg alvarleg atvik hafa komið upp eins og til dæmis árið 2007 þegar nánast allir leikmennirnir lentu í hópslagsmálum. Sá leikur lenti fyrir dómstólum og endaði með því að borgaryfirvöld bönnuðu keppnina í eitt ár. Nú í ár var bláa liðið dæmt úr leik í undanúrslitunum fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Reglum hefur verið bætt við á síðustu árum til að reyna að hamla ofbeldinu. Keppendur mega nú ekki vera á sakaskrá og verða að hafa búið í Flórens í 10 ár eða lengur.

Leikurinn, sem er einnig kallaður giuoco del calcio fiorentino (flórenskur sparkleikur), er gríðarlega vinsæll í borginni og hluti af árlegri miðaldahátíð. Leikmenn taka þátt vegna heiðursins en ekki peninga. Á 16. öld voru sigurverðlaunin slátraður kálfur. Nú fá sigurvegararnir einungis frían kvöldverð á veitingastað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar