fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Ótrúleg mistök lögreglu

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. júní 2017 12:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlos Cashe, bandarískur ríkisborgari, segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við lögregluna í Oviedo í Flórída.

Þannig er nefnilega mál með vexti að í mars síðastliðnum hafði lögregla afskipti af honum og vöknuðu grunsemdir um að Cashe væri með talsvert magn fíkniefna í fórum sínum. Ástæðan fyrir þessum rökstudda grun var sú að í bíl hans fannst talsvert magn af hvítu dufti sem lögreglumenn töldu að væri kókaín.

Lögreglumenn eru sagðir hafa framkvæmt próf á efninu og niðurstöður þess hafi bent til þess að um kókaín væri að ræða. Cashe reyndi að útskýra fyrir lögreglu að hann starfaði við smíðar og hvíta duftið væri ekkert annað en gips líkt og notað er í gipsveggi.

Þar sem Cashe var þegar á skilorði vegna vörslu smáræðis af fíkniefnum, þar á meðal kókaíns, var honum varpað beint í fangelsi þar sem hann mátti dúsa í þrjá mánuði. Honum var sleppt á dögunum eftir að niðurstöður prófana sýndu fram á að Cashe hefði sagt satt allan tímann. Efnið sem fannst í bílnum var í raun gips.

Cashe sagði frá þessu í viðtali við WFTV-fréttastofuna og sagði hann að markmið sitt með því að stíga fram væri að hvetja lögreglu til að vanda vinnubrögð sín. „Ég vil ekki að þetta komi fyrir einhvern annan,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson