fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sjö prósent fullorðinna Bandaríkjamanna halda að kókómjólk komi úr brúnum kúm

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. júní 2017 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar samtaka bandarískra mjólkurframleiðenda þá telja sjö prósent fullorðinna Bandaríkjamanna að kókómjólk komi úr brúnum kúm en 48 prósent fullorðinna eru ekki vissir um hvort kókómjólk kemur beint úr kúm eða ekki.

Washington Post skýrir frá þessu. Blaðið segir að könnunin hafi verið framkvæmd í apríl af samtökunum The Innovation Center for US Dairy. 1.000 Bandaríkjamenn voru spurðir út í mjólkurneyslu þeirra.

Auk þess að vita ekki með vissu hvernig kókómjólk verður til þá sögðust 29 prósent aðspurðra nota börnin sín sem afsökun fyrir að kaupa kókómjólk handa sér sjálfum.

Að sögn voru það aðallega þátttakendur frá borgum og bæjum sem svöruðu spurningunni um uppruna kókómjólkur af mikilli óvissu, svo ekki sé meira sagt. Cecily Upton, hjá samtökunum FoodCorps, sagði í samtali við Washington Post að eins og samfélagið sé í dag þá sé fólk „forritað“ til að fara í stórmarkaðinn ef það þarf að verða sér úti um mat. Hvergi í menntakerfinu sé fólki kennt hvar maturinn eigi uppruna sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal

Hetja Bayern sökuð um að gera grín að haltrandi leikmanni Arsenal