Myrti börn sín fjögur

Rifrildi Lam og Kieu hafði alvarlegar afleiðingar

Fullyrti að börnunum hefði verið rænt.
Lam Luong Fullyrti að börnunum hefði verið rænt.

Lam Luong, 38 ára, atvinnulaus víetnamskur flóttamaður, hafði verið í óvígðri sambúð með Kieu Phan, 23 ára. Þegar þessi frásögn hefst, 7. janúar árið 2008, áttu Lam og Kieu þrjú börn saman; Hönnuh, tveggja ára, Lindsey, eins árs, og Danny, fjögurra mánaða. Að auki átti Lam soninn Ryan, þriggja ára, frá fyrra sambandi. Þau bjuggu í Mobile-sýslu í Alabama í Bandaríkjunum og Lam hafði unnið við rækjuveiðar, en þegar þarna var komið sögu hafði hann mælt göturnar um nokkurt skeið og virst sáttur við það.

Rauk burt í fússi

Fyrrnefndan dag sló í brýnu með Lam og Kieu og lauk deilum þeirra á þann veg að Lam ók að heima í fússi. Leið hans lá að brúnni sem tengir strönd Alabama við Dauphin-ey í Mexíkóflóa.

En Lam Loung var ekki einn í bílnum því í aftursætinu voru börnin fjögur, ráðvillt og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þegar Lam var kominn á brúna tók hann börnin, hvert á fætur öðru, og fleygði þeim fram af 25 metra hárri brúnni.

Sakleysið uppmálað

Þegar Lam var handtekinn var hann sakleysið uppmálað. Hann hélt því fram fullum fetum að tvær asískar konur hefðu rænt börnunum. Sú fullyrðing féll í grýttan jarðveg hjá laganna vörðum.

Lík þriggja barnanna fundust á næstu dögum, en fjórða líkið fannst ekki fyrr en hálfum mánuði síðar. Lam, sem hafði haldið fast við upphaflegu skýringar sínar, játaði að lokum á sig ódæðið en dró síðar játningu sína til baka.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.