fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Heimilislausi maðurinn sem fékk nýtt útlit: „Þetta breytti lífi mínu“ – Leitar nú að vinnu og konu

Gekkst undir athyglisverða útlitsbreytingu sumarið 2015

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 17. mars 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er kallaður George Clooney af vinum sínum og vonast til þess að finna sér vinnu og konu áður en langt um líður. Hér er átt við Spánverjann Jose Antonio sem vakti gríðarlega athygli á dögunum eftir að saga hans var sögð.

Sjá einnig:
Heimilislaus maður fékk nýtt útlit og táraðist þegar hann sá sig í spegli

Það þarf oft ekki mikið til.
Fyrir og eftir Það þarf oft ekki mikið til.

DV fjallaði um á fimmtudag en í umfjölluninni kom fram að Jose Antonio hefði búið á götunni á Mallorca undanfarinn aldarfjórðung eða svo.

Mögnuð breyting

Hann gekkst undir útlitsbreytingu sumarið 2015 af starfsfólki á hársnyrtistofu sem þekkti til hans, en myndband af breytingunni var fyrst birt í vikunni. Óhætt er að segja að breytingin hafi verið mikil, enda var Jose eins og klipptur út úr tískutímariti á eftir. Jose táraðist í myndbandinu og trúði vart sínum eigin augum.

Jose, sem er 55 ára, hefur haldið sér vel við á þeim tæpu tveimur árum sem liðin eru frá því myndbandið var tekið – svartir lokkarnir hafa þó vikið fyrir hans náttúrulega hárlit. Í nýju viðtali sem Telecinco á Spáni birti í dag segir Jose að breytingin hafi „breytt lífi hans“ og nú vinni hann að því að finna vinnu og eiginkonu til að eyða ævinni með.

Vill snúa við blaðinu

Jose hefur unnið fyrir sér með því að hjálpa vegfarendum að finna stæði fyrir bílana sína í miðborg Palma á Mallorca. Það gefur ekki sérstaklega vel af sér og segir Jose að engum myndi finnast það gaman að vinna við að leggja bílum eða finna stæði. Hann hafi gert það af illri nauðsyn til að geta átt fyrir mat og helstu nauðsynjum.

Jose vonast til þess að óvænt frægð verði til þess að honum takist að snúa blaðinu við eftir áratuga ógæfu, eins og hann sjálfur orðar það. Hann missti vinnuna fyrir margt löngu eftir að hafa greinst með þunglyndi en kveðst vera tilbúinn til að fara aftur út á vinnumarkaðinn.

Þess má geta að Jose býr ekki lengur á götunni, en nýlega bauðst ótilgreint fyrirtæki til að styrkja hann svo hann gæti fengið þak yfir höfuðið. Það þáði hann með þökkum en nú er næsta mál á dagskrá að finna vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun