fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Heimilislaus maður fékk nýtt útlit og táraðist þegar hann sá sig í spegli – Sjáðu myndbandið

Jose Antonio hefur búið á götunni í aldarfjórðung – Þekkti sjálfan sig varla

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn aldarfjórðung eða svo hefur Spánverjinn Jose Antonio búið á götunni í sólarparadísinni Mallorca. Þessi viðkunnanlegi náungi hefur unnið fyrir sér með því að hjálpa borgurum að finna stæði fyrir bíla sína í miðborg Palma.

Jose gæti allt eins verið fyrirsæta.
Flottur Jose gæti allt eins verið fyrirsæta.

Myndband sem tekið var Jose hefur vakið mikla athygli eftir að það var birt fyrst opinberlega á dögunum. Myndbandið sem um ræðir var tekið í júlí 2015 af starfsmönnum hársnyrtistofu sem þekktu til Jose. Hann þekkti sömuleiðis til starfsfólksins en þennan dag var honum boðið í klippingu, litun og skeggsnyrtingu sem hann þáði með þökkum.

Óhætt er að segja að breytingin hafi verið mikil, enda var Jose eins og klipptur út úr tískutímariti á eftir. Jose táraðist í myndbandinu og trúði vart sínum eigin augum.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að myndbandið hafi fyrst verið birt opinberlega fyrir skemmstu og vakið mikla athygli. Var það birt í kjölfar þess að hársnyrtistofan fagnaði þriggja ára afmæli sínu.

Í umfjölluninni kemur fram að Jose hafi orðið heimilislaus eftir að hafa greinst með þunglyndi og misst vinnuna. Myndbandið skemmtilega má sjá hér að neðan en í því heyrist Jose meðal annars spyrja hvort þetta sé raunverulega hann í speglinum. „Það mun enginn þekkja mig nema ég segi viðkomandi hver ég er,“ segir hann og sú varð einmitt raunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum