Sparkað frá borði fyrir að vera of hávaxinn – Sjáðu myndbandið

„Hvað er að í þessum heimi, kæru vinir?“

Alexander Volkov er ósáttur vegna málsins. Eðlilega, segja eflaust margir.
Ósáttur Alexander Volkov er ósáttur vegna málsins. Eðlilega, segja eflaust margir.

„Hvað er að í þessum heimi, kæru vinir,“ spurði rússneski blakspilarinn Alexander Volkov vini sína á samfélagsmiðlum. Tilefnið var óvenjulegt atvik sem varð um borð í rússneskri flugvél fyrir skemmstu þegar Alexander var vísað úr vélinni.

Að sögn rússneskra fjölmiðla hafði áhöfn vélarinnar afskipti af Alexander vegna þess að fæturnir á honum voru fyrir starfsmönnum sem áttu erfitt með að athafna sig í kringum hann. Um var að ræða lággjaldaflugfélag, Pobeda að nafni, og því var fótaplássið ekkert sérstaklega mikið.

Ekki liggur fyrir hvað varð nákvæmlega til þess að lögregla var kölluð til, en svo fór að Alexander, sem er um 213 sentímetrar á hæð, var leiddur á brott út úr vélinni af laganna vörðum. Hann er sagður hafa boðist til að færa sig í annað sæti, en verið neitað.

Alexander, sem er tvítugur, er leikmaður Dynamo í Moskvu og hann er óhress með forsvarsmenn flugfélagsins og viðbrögð lögreglu. „Þarna var manni sparkað úr flugvél fyrir það eitt að vera hávaxinn. Ég er líka mjög vonsvikinn með það hvernig lögregla tók á málinu.“

Myndband af atvikinu má sjá hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.