fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Hörmulegur endir

Theresa og Pasquale áttu í forræðisdeilu – Hún fór á versta veg

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl árið 2011 fékk Theresa Riggi, þá 47 ára, 16 ára dóm, hafði enda játað sig seka um manndráp og borið við skertri dómgreind. Upphaflega hafði Theresa verið kærð fyrir morð.

Þannig var mál með vexti að Theresa hafði flutt, ásamt þremur börnum sínum; átta ára tvíburum, Austin og Gianluca, og Ceciliu, fimm ára, frá Skene í Aberdeen-skíri til Edinborgar í kjölfar skilnaðar hennar og barnsföður hennar, Pasquale Riggi.

Deilt um forræði

Reyndar hafði Theresa látið sig hverfa með börnin, í júlí 2010, og var þeirra um skeið saknað og eftir þeim lýst. Lögreglu tókst um síðir að rekja ferðir þeirra til íbúðar í vesturhluta Edinborgar og aðhafðist ekki frekar í málinu.

Að sögn hafði Theresa, sem var frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, verið verndandi móðir og eftir skilnaðinn deildu hún og Pasquale um forræði yfir börnunum.

Að kvöldi 2. ágúst, 2010, ræddu Theresa og Pasquale saman í síma og eðlilega bar forræðisdeiluna á góma. Theresa spurði Pasquale hvort hann hygðist taka af henni börnin og svaraði hann á þann veg að hún gæfi honum ekkert val hvað það áhrærði.

Theresa sagði þá: „Þá skaltu kveðja,“ og skellti á.

„Að bana þeim var hennar hinsta gjöf til þeirra.“

Börnunum banað

Þann 3. ágúst mætti Theresa ekki í fyrirtöku vegna forræðisdeilunnar. Dómari fyrirskipaði að hún skyldi fundin og að félagsmálayfirvöld mætu hvort ástæða væri til að setja börnin í tímabundið fóstur.

Til þess kom þó ekki því daginn eftir fundust börnin þrjú látin á heimili fjölskyldunnar við Slateford Road í Edinborg.
Til að missa ekki börn sín í hendur föður þeirra hafði Theresa gripið til þess örþrifaráðs að ráða þeim bana. Börnin stakk hún með hníf, átta stungum hvert barn, og framkallaði síðan gassprengingu, hugsanlega til að fela verksummerki.

Að því loknu henti Theresa sér fram af svölum íbúðarinnar, en lifði af 12 metra fall. Að sögn vitna hafði Theresa „öskrað hástöfum“ áður en hún klifraði upp á svalariðið og lét sig síðan falla með höfuðið á undan.

Skert dómgreind en full ábyrgð

Þegar dómarinn kvað upp dóminn sagði hann meðal annars: „Heil fjölskylda er rústir einar vegna gjörða þinna. Faðir barnanna, Pasquale Riggi, og öll fjölskyldan hafa verið svipt börnunum. Og þú, sem elskaðir börn þín á einlægan, en óeðlilegan og ráðríkan, hátt, hefur nú glatað þeim og ert völd að þessum sorglegu málalyktum.“

Dómarinn bætti við að þrátt fyrir að Theresa hefði verið dæmd fyrir manndráp væri hún engu að síður ábyrg gerða sinna. Dómarinn mæltist enn fremur til þess að Theresu yrði vísað úr landi að afplánun lokinni.

Síðasta gjöfin

Verjandi Theresu sagði að hún hefði verið undir feiknaálagi þegar hún fyrirkom börnum sínum og að auki glímt við ýmiss konar geðtruflanir. Börnin hefðu átt „hug hennar allan“ og tilhugsunin um að missa þau hefði verið óbærileg.
„Eins órökrétt og bilað það kann að virðast, þá sá hún heiminn í því ljósi,“ sagði verjandinn. „Að bana þeim var hennar hinsta gjöf til þeirra.“

Theresa Riggi svipti sig lífi í fangelsi 10. mars 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum