fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Eyðimerkurgangan eftir Óskarsverðlaun

Það getur verið kalt á toppnum – Manstu eftir Michael Cimino?

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í 89. skipti þann 26. febrúar næstkomandi. Þó að leikarar fái tilnefningu til Óskarsverðlauna er það engin ávísun á velgengni til langframa. Fjölmargir leikarar hafa ekki fundið fjöl sína eftir að hafa unnið þessi eftirsóttustu verðlaun sem veitt eru á sviði kvikmynda á ári hverju. Hér má sjá sjö dæmi um slíka leikara.


1.) Cuba Gooding Jr.

Vann: Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni Jerry Maguire
Hvenær: 1996

Þessi 49 ára gamli leikari var á hátindi ferilsins undir lok liðinnar aldar þegar hann lék í myndum á borð við Jerry Maguire og As Good as It Gets. Hann tók hins vegar slæmar ákvarðanir í kjölfarið og lék í misvel heppnuðum myndum á borð við Rat Race, Snow Dogs og Boat Trips, auk fjölda annarra B-hasarmynda. Nýlega lék hann þó O.J. Simpson í þáttunum American Crime Story og virðist hann að einhverju leyti hafa fundið fjöl sína að nýju.


Mynd: AP2003

2.) Adrian Brody

Vann: Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina The Pianist
Hvenær: Árið 2003

Bíómyndin The Pianist kom Adrian Brody á kortið fyrir alvöru, enda sýndi hann magnaðan leik í frábærri mynd. Myndin er að margra mati í hópi bestu bíómynda sögunnar, en hún hlaut þó aðeins þrenn Óskarsverðlaun. Brody hefur ekki verið mjög áberandi á undanförnum árum en fékk þó góða dóma fyrir leik sinn í þáttunum Houdini árið 2014.


3.) Jennifer Connelly

Vann: Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina A Beautiful Mind
Hvenær: 2002

Áður en Jennifer Connelly hreppti Óskarinn hafði hún átt viðburðaríkan feril og leikið í myndum á borð við Requiem for a Dream. Frá árinu 2002 þegar hún sýndi stórleik ásamt Russell Crowe í myndinni A Beautiful Mind hefur Connelly ekki verið sérstaklega áberandi, ef undan eru skilin nokkur hlutverk í myndum á borð við Reservation Road (2007), Blood Diamond (2006) og Noah (2014).


4.) Brenda Fricker

Vann: Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina My Left Foot
Hvenær: 1990

Aðeins þremur árum eftir að Brenda vann Óskarinn lék hún dúfnakonuna alræmdu í Home Alone 2. Ferill hennar lá niður á við eftir frammistöðu hennar í My Left Foot. Hún er þó hvergi nærri hætt að leika en hefur að mestu komið fram í sjónvarpsmyndum.


5.) Roberto Beningni

Vann: Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina Life Is Beautiful
Hvenær: 1999

Ítalski leikarinn sló eftirminnilega í gegn í myndinni La Vita é Bella skömmu fyrir aldamót. Þessi viðkunnanlegi náungi heillaði flesta upp úr skónum eins og Ítala er siður. Síðan þá hefur lítið spurst til Beningni og hefur hann raunar leikið í afar fáum myndum frá árinu 1999. Síðast lék hann í myndinni To Rome with Love árið 2012.


6.) Mercedes Ruehl

Vann: Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina The Fisher King
Hvenær: 1992

Mercedes Ruehl er nafn sem hringir eflaust ekki mörgum bjöllum hjá kvikmyndaháhugamönnum. Hún hefur þó leikið í fjölmörgum þáttum og kvikmyndum en fáar hafa þó slegið í gegn. Eftir að hún vann Óskarinn lék hún í heldur misheppnuðum bíómyndum eins og Lost in Yonkers og The Last Action Hero með Arnold Schwarzenegger. Sem fyrr segir hefur hún leikið í ýmsum þáttum í gegnum tíðina, til dæmis Psych, Entourace og Law & Order.


7.) Michael Cimino

Vann: Óskarinn fyrir bestu leikstjórn fyrir myndina The Deer Hunter
Hvenær: 1979

Michael Cimino var spáð bjartri framtíð eftir að mynd hans, The Deer Hunter, sló eftirminnilega í gegn. Myndin skartaði Robert De Niro í aðalhlutverki og var valin besta bíómyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1979 auk þess sem Cimino fékk verðlaun sem besti leikstjórinn. Í kjölfarið fylgdi hvert floppið á eftir öðru. Tveimur árum seinna kom út myndin Heaven‘s Gate sem er líklega einhver lengsta kvikmynd sögunnar, rúmir fimm klukkutímar. Myndin var dýr í framleiðslu og setti kvikmyndafyrirtækið United Artists nánast á hausinn. Myndin var illa sótt og hlaut auk þess heldur lélega dóma. Cimino náði sér aldrei á strik eftir þetta, en hann lést í fyrrasumar, 77 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur

Ógeðslegt athæfi – Pissaði í glas og skvetti á aðra áhorfendur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það

Setur glæsilegt hús sitt á sölu – Vill fá 800 milljónir fyrir það
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona