Par gripið á bak við stórmarkað að stunda kynlíf: Þriðji maðurinn horfði á

Par var gripið við að stunda kynlíf á húddi skoda-bifreiðar. Atvikið átti sér stað á bílastæði við Asda stórmarkaðinn í Manchester-borg. Á mynd sem Dailymail birtir sést karlmaður hafa mök við konu á meðan þriðji maðurinn stendur í aðeins metra fjarlægð og fylgist með því sem á sér stað. Þá hefur The Sun birt myndskeiðið í fullri lengd.

Þegar eigandi bifreiðarinnar kom úr versluninni lögðu þremenningarnir á flótta. Myndskeið af þeim náðist á öryggismyndavélar og birtu fjölmiðlar ytra stutt brot af því þegar fólkið taldi rétt að yfirgefa svæðið, en eigandi bifreiðarinnar var allt annað en sáttur þegar hann kom að parinu.

„Þetta var með ólíkindum, eiginlega kostulegt að verða vitni að þessu en frændi minn hafði þó meiri áhyggjur af því að bíllinn yrði skítugur,“ sagði Itchie Akhtar sem varð vitni að atvikinu og bætti við að það hefði ekki getað gert annað en að skella upp úr. Þá var hann gáttaður að þriðji aðilinn skildi standa nánast við hliðina á parinu með fingur upp í munninum á meðan þau höfðu mök.

Bætti Akhtar við að eigandinn hefði eftir þetta þrifið bílinn vandlega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.