fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Einangraði atómbærinn

Íbúar Oak Ridge vissu ekki hvert hlutverk þeirra var – Ekki fyrr en sprengjan féll á Hiroshima

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 13. febrúar 2017 09:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir þeirra 75 þúsund einstaklinga sem bjuggu í bænum Oak Ridge í Tennessee í Bandaríkjunum á fimmta áratug liðinnar aldar höfðu í raun ekki hugmynd um hvað þeir voru að gera þar. Það eina sem þeir vissu var að starf þeirra var liður í að binda endi á síðari heimsstyrjöldina sem geisaði á þeim tíma. Það var ekki fyrr en fregnir þess efnis að kjarnorkusprengja hefði lagt japönsku borgina Hiroshima í rúst þann 6. ágúst 1945 að íbúar áttuðu sig á því hvert þeirra hlutverk var.

Um 75 þúsund manns bjuggu í Oak Ridge og sinntu ýmsum störfum.
Fjölbreytt störf Um 75 þúsund manns bjuggu í Oak Ridge og sinntu ýmsum störfum.

Mynd: AP2003

Áttu að þegja

Leyniborginni Oak Ridge var komið á laggirnar árið 1942 og var bygging hennar hluti af Manhattan-áætluninni. Um var að ræða metnaðarfullt vísinda- og þróunarverkefni Bandaríkjastjórnar í samvinnu við yfirvöld í Kanada og Bretlandi. Það var þarna sem vinna við þróun kjarnavopna fór fram og störfuðu íbúar í Oak Ridge að ýmsum verkefnum þessu tengdum, meðal annars við auðgun úrans. Mikil leynd hvíldi yfir starfseminni sem þarna fór fram; bærinn var lokaður með hliðum og var íbúum uppálagt að þegja algjörlega um störf sín. Víða í bænum voru skilti sem minntu íbúa á þær reglur sem giltu.

Hér sjást þrjár ungar konur sem bjuggu í Oak Ridge baða sig í sólinni.
Við sundlaugina Hér sjást þrjár ungar konur sem bjuggu í Oak Ridge baða sig í sólinni.

Þeir fóru sem spurðu

Bærinn var aðgengilegur almenningi en lokaður í þeim skilningi að enginn komst þangað inn óséður. Bílar óku að sérstöku hliði og voru ökumenn og farþegar spurðir um tilgang ferðar sinnar. Leitað var í bílunum og mikið lagt upp úr því að fyllsta öryggis væri gætt. Þetta átti við um alla, jafnt hátt setta starfsmenn sem óbreytta borgara. Ef starfsmenn spurðu of margra spurninga um vinnu sína fengu þeir heimsókn frá hátt settum aðilum í bænum sem vísuðu þeim burt.

Hér sést ungur íbúi selja teiknimyndasögur í bænum.
Ungur sölumaður Hér sést ungur íbúi selja teiknimyndasögur í bænum.

Einn ljósmyndari

Meðfylgjandi myndir voru teknar af ljósmyndaranum Ed Westcott sem var sá eini í Oak Ridge sem mátti taka myndir. Westcott, sem í dag er 95 ára, vann fyrir Bandaríkjastjórn og tók myndir fyrir blað sem kom út einu sinni í viku fyrir íbúa Oak Ridge. Myndirnar sýndu íbúa við dagleg störf en einnig þá starfsemi sem fór fram í Oak Ridge.
Oak Ridge var reistur frá grunni á rúmlega 22 þúsunda hektara landsvæði í Tennessee, skammt vestur af Knoxville og nam kostnaðurinn 3,5 milljónum Bandaríkjadala, sem þótti dágott á þeim tíma.

Ósvikin ánægja greip um sig meðal íbúa þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk. Það var þá sem starfsmenn áttuðu sig á hvert þeirra hlutverk var í raun og veru.
Stríðið búið Ósvikin ánægja greip um sig meðal íbúa þegar síðari heimsstyrjöldinni lauk. Það var þá sem starfsmenn áttuðu sig á hvert þeirra hlutverk var í raun og veru.

Flökkusaga um kommúnisma

Það gat verið vandkvæðum bundið fyrir starfsfólk að vita ekki nákvæmlega hver tilgangur þeirra væri. Flökkusögur áttu auðvelt með að ná fótfestu og fóru margar slíkar af stað á árunum eftir stofnun bæjarins. Ein lífseigasta kenningin var sú að Oak Ridge væri eins konar tilraunasamfélag sem Eleanor Roosevelt, forsetafrú Bandaríkjanna, væri hugmyndasmiðurinn að. Gekk kenningin út á að ætlun Eleanor væri að breyta Bandaríkjunum í kommúnistaríki og Oak Ridge væri tilraun í þá átt. Lokað samfélag, áróðursskilti og lítil upplýsingagjöf áttu sinn þátt í því að samsæriskenningar blómstruðu. Bandarísk yfirvöld reyndu þó að stemma stigu við þessu með því að bæta aðbúnað íbúa. Áður en langt um leið var Oak Ridge orðið eins konar fyrirmyndarsamfélag með allri hugsanlegri afþreyingu fyrir íbúa.

Ýmis afþreying var í boði fyrir íbúa, meðal annars kvikmyndahús og keilusalur auk fjölmargra verslana.
Afþreying Ýmis afþreying var í boði fyrir íbúa, meðal annars kvikmyndahús og keilusalur auk fjölmargra verslana.

Meira rafmagn en New York

Árið 1945 voru íbúar Oak Ridge orðnir 75 þúsund talsins og notaði bærinn á þeim tíma meira rafmagn en öll New York-borg. Eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk tók íbúum þó að fækka hægt og bítandi; tveimur árum eftir lok stríðsins, árið 1947, var bærinn opnaður og hætti ríkið afskiptum af honum að stærstum hluta. Árið 1983 aflétti Bandaríkjastjórn leynd af skýrslu sem sýndi að mikið magn kvikasilfurs hefði verið losað í vík skammt frá meðan starfsemin stóð sem hæst. Á undanförnum árum hefur mikið hreinsunarstarf farið fram í bænum og nágrenni hans.

Þó að atómbærinn Oak Ridge heyri að mestu leyti sögunni til fer þar enn fram vinna við þróun og framleiðslu á efnum sem hægt er að nota í kjarnavopn. Talið er að íbúar í Oak Ridge séu í dag tæplega 30 þúsund og vinna flestir íbúanna fyrir bandaríska ríkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“