fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Henti 10 milljörðum í ruslið

Sumar tiltektir eru afdrifaríkari en aðrar

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 4. desember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig myndi þér líða ef þú hefðir hent 10 milljörðum í ruslið? Líklega frekar illa. Þessi atburðarrás hljómar ótrúverðug en þetta er engu að síður veruleiki sem velski tölvunarfræðingurinn James Howells þarf að lifa við. Fyrir rúmum fjórum árum fargaði hann gömlum hörðum disk sem hann átti. James áttaði sig síðar á því að 7.500 einingar af rafmyntinni bitcoin voru í rafrænu veski í disknum. Um talsverða upphæð var að ræða þá, líklega um ein milljón íslenskra króna, en Howells ákvað að bíta í hið súra epli.

Síðan þá hefur James fylgst með, eflaust fullur skelfingar, gengi rafmyntarinnar hækka upp úr öllu valdi. Á dögunum fór gengið yfir 10.000 dollara á einingu sem þýðir að virði „veskisins“ sem Howell átti hefur vaxið úr einni milljón í um 10 milljarða króna. Fjallað er um málið á Daily Mail.

Howell byrjaði að „grafa“ eftir bitcoin á árdögum bitcoin árið 2009. Hann náði að sanka að sér 7.500 einingum af rafmyntinni þar til tölvan hans gaf sig. Howel skrúfaði vélina niður og seldi hana í pörtum á Ebay en harða drifið, með veskinu verðmæta, geymdi hann í skrifborðsskúffunni sinni.

Nokkrum árum síðar hafði hann gleymt fjársóðnum og í tiltekt árið 2013 henti hann harða disknum í sérstaka tunnu í Newport, sveitarfélaginu sem hann býr í á Bretlandseyjum. Innihald tunnunnar var síðan komið fyrir sem landfylling á afviknum stað.

Þegar Bitcoin fór að hækka ört á þessu ári áttaði Howell sig á mistökum sínum. Hann freistar þess núna að fá leyfi fyrir því að grafa upp á tilteknu svæði þar sem harði diskurinn gæti leynst.

Bæjarfélagið er að meta umsóknina og ljóst er að um umfangsmikið og dýrt verkefni er að ræða. Það verður hinsvegar lítið mál fyrir James Howells að greiða fyrir herlegheitin ef harði diskurinn finnst. Menn leggja ýmislegt á sig fyrir 10 milljarðara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“