Amman verður ekki tekin af lífi

Áströlsk kona, Maria Elvira Pinto Exposto, hefur verið sýknuð af ákæru um að hafa flutt eiturlyf til Malasíu. Hver sem gerist sekur um fíkniefnainnflutning til Malasíu fær sjálfkrafa dauðarefsingu og því má segja að Maria hafi sloppið vel.

Hún var ákærð fyrir að flytja 1,1 kíló af metamfetamíni til landsins árið 2014 en dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Maria hefði ekki vitað að fíkniefnin væru falin í farangri hennar. Þrír Ástralar hafa hlotið dauðadóm og verið teknir af lífi í Malasíu fyrir fíkniefnasmygl; Michael McAuliffe árið 1993 og Kevin Barlow og Brian Chambers árið 1986.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.