1942 – Pólitískt prentaraverkfall

Setjarasalurinn.
Prentsmiðjan Gutenberg 1930 Setjarasalurinn.

Í upphafi árs 1942 hófst verkfall prentara í Reykjavík og í þrjár vikur var Alþýðublaðið eina almenna dagblaðið sem kom út enda prentað í Hafnarfirði. Þetta lagðist illa í Morgunblaðsmenn sem sögðu Alþýðuflokkinn nota verkfallið í pólitískum tilgangi í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga í Reykjavík. Verkfallið væri að undirlagi þeirra og gert til að þagga niður í öðrum röddum. „Þessari nýstárlegu áróðursaðferð Alþýðuflokksins verður ekki gleymt“ segir á forsíðu fyrsta Morgunblaðsins eftir verkfallið, 23. janúar. Ef samsæriskenningin reynist sönn hafði þessi óprúttna aðferð ekki meiri áhrif en að Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta sínum í Reykjavík.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.